Lýsing
Birkigrund 35 er einstaklega vel skipulagt, steinsteypt, einbýlishús á 2 hæðum, 205,8 fm. skv. fasteignaskrá HMS með góðri aðkomu, bílastæði og grónum garði.
Húsið hefur verið mikið endurnýjað að innanverðu og fengið gott viðhald á ytra byrði.
Nánari lýsing;
Komið er inn í rúmgóða forstofu með fataskápum, nett gestasnyrting er inn af forstofunni.
Opið og bjart hol/alrými sem tengir eldhús, borðstofu og setustofu í eitt skemmtilegt flæði. Þessi hluti hússins var endurnýjaður 2012-13 þar sem eldhús var endurnýjað og léttir veggir fjarlægðir til að fá opnari og bjartari rými og meira flæði.
Eldhús er með hvítri innréttingu með miklu geymslurými í skúffum, góðu vinnuplássi og tengi fyrir uppþvottavél, granít steinn á borðplötum.
Næst eldhúsi er þvottahús með innréttingu og góðri aðstöðu, þar er auka inngangur.
Borðstofan er í framhaldi af eldhúsinu með gluggum sem vísa inn í gróinn garðinn og út á verönd.
Setustofan tengir áfram þetta rými við stóra glugga og hurð út á verönd sem er stór, afgirtur timburpallur í suð-vestur.
Gengið er nokkur þrep upp í svefnherbergisálmu sem upphaflega hafði 4 herbergi og baðherbergi, nú eru stórt opið sjónvarpsrými/stofa í stað tveggja barnaherbergja, auðvelt að breyta aftur.
Hjónaherbergi er rúmgott með fataskápum upp í loft.
Barnaherbergi er einnig rúmgott með skápum.
Baðherbergi var endurnýjað á vandaðan máta, flísalagt með sturtuklefa, upphengdu salerni og innréttingu, gluggi með opnanlegu fagi.
Frá holi/alrými er gengið niður rúmlega hálfa hæð, í kjallara en þar er gangur og tvö minni herbergi (nefnd; Föndur á teikningu).
Bílskúrinn er aðgengilegur frá gangi neðri hæðar, hann er rúmgóður og bjartur með gluggum meðfram tveimur hliðum, hann býður upp á ýmsa möguleika svo sem að gera auka íverurými með litlu herbergjunum.
Húsið er einstaklega bjart og fallegt í notalegu og grónu umhverfi.
Frekari upplýsingar (ártöl um framkvæmdir) er að fá hjá Fasteignasala.
Allar frekari upplýsingar veitir Þóra Birgisdóttir Lögg. fasteignasali í s. 777-2882 eða thora@sunnafast.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Sunna fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.