Lýsing
Hér má sjá videó af eigninni!
Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý lögg. fasteignasala í síma 661-6021 eða hreidar@fastm.is
Frábær staðsetning í borginni með Laugardalinn í göngufjarlægð, eitt vinsælasta útivistarsvæði Reykvíkinga, enda er svæðið einstaklega heppilegt fyrir útiveru, skjólgott og gróðursælt með vel skipulagða göngu- og hjólastíga. Leikskólinn Hof og Laugarnesskóli er þá í aðeins nokkra mínútna göngufjarlægð. Laugardalurinn er jafnframt ein meginmiðstöð íþróttaiðkunar í Reykjavík og er þar að finna íþróttamannvirki svo sem Laugardalshöllina, Laugardalsvöllinn, Laugardalslaugina og Skautahöll Reykjavíkur. Glímufélagið Ármann og Knattspyrnufélagið Þróttur hafa sameiginlega æfingaaðstöðu í Laugardal sem tekin var í notkun árið 2007 og þar er æfingaaðstaða fyrir fimleika, frjálsar íþróttir, glímu, júdó, lyftingar, taekwondo o.fl Þá er frábær aðstaða fyrir líkamsræktaraðstað World Class Laugum í aðeins nokkra mínútna göngufjarlægð.
Hér má lesa betur um Laugardalinn á vef Reykjavíkurborgar
Eignin Kirkjuteigur 5 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 201-8824, birt stærð 53.5 fm. Allir séreignarfermetrar eru innan eignar.
Lóðin: Kirkjuteigur 5 er 1.229fm leigulóð. Lóðin er leigð til 75 ára frá 1. maí 2016 - 1. maí 2091. Á lóðinni er 3 bílastæði, óskipt og í sameign allra eignahluta.
Húsið hefur fengið gott viðhald í gegnum tíðina þar sem ma.:
* Klæðning hússins endurnýjuð fyrir c.a. 13 árum.
* Gluggakarmar voru yfirfarnir og lagfærðir fyrir nokkrum árum
* Skólp endurnýjað 2015.
* Drenað í kringum húsið 2015.
Hitakostnaður: Eitt hitaveituinntak sem kemur inn í þvottahús merkt nr. 0005 er sameiginlegt fyrir allar eignir í húsinu og þar er einn sameiginlegur mælir fyrir heitt vatn. Hitakostnaði er skipt í réttu hlutfalli við upphitað brúttómál. Hlutfall eignar er 18,66%
Nánari lýsing:
Anddyri: Gengið inn um sérinngang. Snagar á vegg.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. "Walk in" sturta með sturtuhengi, nýleg blöndunartæki. Klósett, baðskápur, vaskur fyrir ofan skáp og spegill. Upphengdir snagar.
Gangur: Tengir saman öll rými eignar.
Eldhús: Nýlega endurnýjuð innrétting með neðri skápum og opnum hillum, eldavél og háf yfir hellum. Borðkrókur.
Svefnherbergi I: 6,5fm að gólfleti. Gott barnaherbergi. Skráð sem geymsla skv. teikningu.
Svefnherbergi II: 11,1fm að gólfleti. Rúmgott með fataskáp.
Stofa: Björt og falleg stofa.
Gólfefni: Nýlegt harðparket á öllum gólfum að undanskyldu anddyri og baðherbergi sem eru flísalögð.
Sameign: Í kjallara er sameiginlegt þvottahús, hver með sína vél.
Afar falleg og sjarmerandi 3ja herbergja íbúð með sérinngangi í fallegu húsi á stórri og gróinni endalóð. Afar vinsælt hverfi í fallegu og grónu hverfi með íþrótta og útivistarparadísina í Laugardalnum í nokkra mínútna göngufjarlægð. Leik og grunnskóli í nánasta nágrenni, Ásmundarsafn ásamt fjólbreyttri verslun og þjónustu allt í kring.
Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6616021, tölvupóstur hreidar@fasteignamidlun.is.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.