












Lýsing
Miklaborg kynnir: Arnarsmári 12, 200 Kópavogur, 4ra. herbergja íbúð á 2. hæð í 9-íbúða stigahúsi. Íbúðin er tæpir 90 fm + geymsla í kjallara sem ekki er skráð í birtum fm. Sameiginleg vagna- og hjólageymsla. Stigahús teppalagt. Góð aðkoma og næg bílastæði. Stutt í margvíslega þjónustu. Parket og flísar á gólfum. Íbúðin er til afhendingar í júní 2025.
Hverfið er rótgróið og stutt í margvíslega þjónustu: skóla, leikskóla, íþróttir, útivist, sund, verslanir sem og aðra þjónustu.
Nánari lýsing: Þegar inn er komið tekur við gangur, skápar. Þrjú svefnherbergi, öll með fataskápum. Baðherbergið er flísalagt, baðkar, gluggi og innrétting. Tengi fyrir þvottavél inná baði. Eldhús, stofa og borðstofa saman í opnu rými. Útgengt út á flísalagðar svalir í suður. Ágæt innrétting með gaseldavél. Flísar á milli efri og neðri skápa. Í heildina vel skipulögð íbúð. Nánari upplýsingar gefur Gústaf Adolf lgf., gustaf@miklaborg.is / 895-7205.