Lýsing
Endurbætur og viðhald:
Húsið var múrviðgert og málað að utan árið 2021.
Þakið tekið í gegn með tveggja þátta epoxy þéttingarefni. Húsið lítur vel út að utan.
Hluti af gluggum og gleri endurnýjaður 2021.
Nánari lýsing:
Stofa: Bjart og gott rými. Stofa og eldhús mynda opið rými.
Eldhús: Snyrtileg hvít eldhúsinnrétting með ágætis geymsluplássi. Ofn, eldavél og gufugleypir.
Hjónaherbergi: Rúmgott hjónaherbergi með plássi fyrir stóran fataskáp.
Barnaherbergi: Ágætis herbergi með parket á gólfi og plássi fyrir fataskáp.
Baðherbergið: Snyrtilegt baðherbergi með flísalagðri sturtu og færanlegu sturtugleri. Flísar á gólfi og hluta veggja og hiti í gólfi.
Gólfefni: Parket á gólfum nema á baðherbergi þar sem eru flísar.
Þvottahús: Sameiginlegt þvottahús á hæðinni.
Staðsetning:
Húsið stendur í friðsælu og fallegu hverfi í gamla Vesturbænum. Stutt er í leikvelli, náttúru og skóla. Stutt í miðbæinn og alla helstu þjónustu.
Falleg eign á eftirsóttum stað sem vert er að skoða!
Nánari upplýsingar veitir:
Baldur Jezorski - löggiltur fasteignasali
baldur@fastgardur.is / sími 450-0000
Instagram: Baldur fasteignasali
Netverðmat: Smelltu hér til að sjá hvers virði eignin þín er.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
www.fastgardur.is | Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður