Lýsing
Húsaskjól og Ásdís Rósa lögfræðingur og löggiltur fasteignasali kynna fallega, bjarta og vel skipulagða 2ja-3ja herbergja 70 m2 íbúð í kjallara í þríbýlishúsi við Karfavog 31 í Reykjavík. Sérinngangur og sérafnotareitur í grónu hverfi. Fallegt alrými og útgengi frá alrými út á skjólgóðan sérafnotareit. Frábær fyrstu kaup!
Nánari lýsing eignar.
Sérinngangur. Forstofan er með flísum á gólfi og fatahengi.
Forstofugangur með parketi á gólfi og innbyggðum eikarfataskáp.
Svefnherbergi með parketi á gólfi og eikarfataskáp.
Baðherbergi með flísalögðu gólfi, sturtuklefa , innréttingu með vaski ofaná, handklæðaofn, opnanlegur gluggi.
Vinnuherbergi með tengi fyrir þvottavél og þurrkara, innrétting á heilum vegg og parket á gólfi.
Eldhúsið er opið inn í stofu með hvítri innréttingu í L og tengi fyrir uppþvottavél.
Stofa með parketi á gólfi og útgengi út á sólríka verönd með hlöðnum skjólvegg.
Helstu endurbætur að sögn seljenda:
- 2024 Vinnuherbergi endurnýjað, sett innrétting með þvottavél og þurrkara.
- 2024 Skipt um þakrennur.
- 2023 Baðherbergi endurnýjað.
- 2023 skipt um gólfefni á öllu nema votrýmum.
- 2020 var lóðin umhverfis húsið tekin í gegn, sem fólst í því að hreinsaðar voru trjárætur, lóðin sléttuð, þökulögð og hellulögð meðfram austur- og norðurhlið hússins, og ný sorptunnuskýli.
- 2006 rafmagn í íbúðinni ídregið og rafmagnstafla endurnýjuð.
- 2006 var skipt um allar frárennslislagnir undir húsinu, sjá nánar í ástandsyfirlýsingu.
Ekkert húsfélag er starfrækt í húsinu.
Tekið skal fram að fjölskyldutengsl eru milli seljenda og fasteignasala.
Karfavogur er vel staðsettur í Vogahverfinu í Reykjavík. Stutt er í skóla, og alla aðra þjónustu. Verslunarkjarninn í Glæsibæ auk Skeifunnar í göngufæri. Líkamsræktarstöðvar og Laugardalurinn eru í næsta nágrenni. Góð eign fyrir fyrstu kaup.
*** Allar nánari upplýsingar veitir Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali og félagsmaður í félagi fasteignasala netfang: asdisrosa@husaskjol.is eða í síma: 895-7784 ***
Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli
Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar
Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls
Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði