Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Styrmir Bjartur Karlsson
Vista
svg

4178

svg

3195  Skoðendur

svg

Skráð  8. apr. 2025

sumarhús

Selhóll 2

805 Selfoss

95.000.000 kr.

989.583 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2207632

Fasteignamat

42.850.000 kr.

Brunabótamat

22.450.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1985
svg
96 m²
svg
4 herb.
svg
2 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sérinngangur

Lýsing

**Myndir í þessari auglýsingu eru einkaeign Croisette-Knight Frank, notkun þeirra utan fasteignavefsins er með öllu óheimil án leyfis fasteignasala**

CROISETTE - KNIGHT FRANK kynna í einkasölu glæsilegan bústað á stórri eignalóð í Grímsnesinu. Húsið hefur verið tekið rækilega í gegn og mikið endurnýjað þar sem hvergi var til sparað í vali á efni og innréttingum. Leifur Welding hannaði húsið að innan og er það mjög smekklega gert. Aðalhúsið skiptist upp í tvö svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, stofu og svefnloft. Við húsið er glæsilegt gestaherbergi með baðherbergi og sér sólpalli. Af sólpalli er gengið inn í stórt þvottahús með innréttingu. Á sólpallinum er stór setuaðstaða, heitur pottur og gufubað. Möguleiki er að útbúa litla náttúrulaug út frá hitaveituaffalli í garðinum. Á lóðinni er hitaveita og möguleiki á að stækka eignina eða byggja annað hús á lóðinni. 

Skráð stærð er 96 fm en heildar fm skráning hjá HMS er 115 fm, þar með talið gestahús, þvottahús og svefnloft þannig að góð svefnaðstaða er fyrir 9 manns.  Þetta er glæsileg eign fyrir vandláta. Eignin selst með öllum búnaði og húsgögnum. Allar nánari upplýsingar veita Karl Lúðvíksson, löggiltur fasteignasali í s. 663-6700 eða kalli@croisette.is og Þorbirna Mýrdal, löggiltur fasteignasali í s. 888-1644 eða thorbirna@croisette.is

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA EIGNINA Í 3-D

SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ SÖLUYFIRLIT STRAX.


Nánari lýsing á aðalhúsi:
Forstofa: Sérsmíðaður skápur frá Inn-Gó. Parket frá Planka á gólfi með síldarbeinamunstri.
Stofa: Opin og björt stofa með stórum gluggum til suðurs. Ný kamína, sjónvarp með veggfestingu, parket frá Planka á gólfi með síldarbeinamunstri.
Eldhús: Glæsileg sérsmíðuð innrétting frá inn-Gó, steinborðplata frá S. Helgason, innbyggð uppþvottavél, helluborð frá Eirvík, allur borðbúnaður og eldhúsbúnaður frá Expert, sérlitað eldhúsborð frá Efnisveitunni úr gegnheilum við, ísskápur frá Eirvík, parket frá Planka á gólfi með síldarbeinamunstri.
Hjónaherbergi: Jensen rúm frá Epal, parket frá Planka á gólfi með síldarbeinamunstri.
Barnaherbergi: Tvíbreitt rúm og einbreið efri koja. Parket frá Planka á gólfi með síldarbeinamunstri.
Svefnloft: Niðurdraganlegur stigi upp á svefnloft með tvíbreiðu rúmi.
Baðherbergi: Gott baðherbergi með flísalagðri sturtu, flísum á hluta af veggjum, sérsmíðuðum skáp frá Inn-Gó, steinvaskur, flísar á gólfi.

Nánari lýsing á gestahúsi:
Svefnherbergi: Gott herbergi, útgengt út á sér sólpall. Sjónvarp með veggfestingu. Parket frá Planka á gólfi með síldarbeinamunstri.
Salerni: Snyrtilegt lítið salerni með upphengdu klósetti og vask. Flísar á gólfi.

Þvottahús: Stórt þvottahús með hvítri innréttingu, mjög góðu skápaplássi, þvottavél og þurrkara, stórum tvöföldum amerískum ísskáp, flísar á gólfi.

Aðrar upplýsingar um eignina:
Allt gestahúsið er endunýjað sem og geymslan, allt innvols í aðalhúsi er nýtt, tvær nýjar rafmagnstöflur, ný lagnagrind, nýjir ofnar, ný pottastýring og heitur pottur frá NormX, sérsmíðað gufubað með 9,5 KW hitara, ytra byrði veggir og þak nýmálað, sólpallur slípaður og málaður, hleðslustöð fyrir rafbíla, ný útilýsing, loftaklæðning frá Agli Árnasyni, gardínur frá Euro Blinds, öll blöndunartæki ný. Undir hluta af húsinu er stórt geymslurými  Hlið er við innkeyrsluna á bústaðalandinu sem hægt er að opna í gegnum síma.

Nánari upplýsingar veita: 
Karl Lúðvíksson, löggiltur fasteignasali í s. 663-6700 eða kalli@croisette.is 
Þorbirna Mýrdal, löggiltur fasteignasali í s. 888-1644 eða thorbirna@croisette.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Croisette home fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
 - Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
 - Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
 - Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
 - Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
 - Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af væntanlegu brunabótamati, þegar það er lagt á.

 

Croisette Iceland ehf

Croisette Iceland ehf

Kirkjuteigi 21, 105 Reykjavík
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
15. ágú. 2023
19.800.000 kr.
36.700.000 kr.
43.9 m²
835.991 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Croisette Iceland ehf

Croisette Iceland ehf

Kirkjuteigi 21, 105 Reykjavík