Lýsing
Húsið er í byggingu og skilast fullfrágengið utan með 2 metra timburverönd frá húsi allt í kringum húsið, en að innan skilast húsið tilbúið með allar milliveggjagrindur frágengnar, vinnurafmagn, hiti í gólfum (anitrit) en án hitastýringa.
Gott skipulag, gólsíðir gluggar og aukinn lofhæð. Hitaveita. Lokað sumarhúsasvæði með rafmagnshliði.
Mögulegt að fá húsið fullfrágengið í samræmi við óskir kaupanda.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent.
Húsið afhendist fullbúið að utan: klætt með áli, gluggar og gönguhurðir út PVC plastefni, Þrefalt gler með hitastoppi. Verönd full frá gengin ca tvo metra út frá húsi á þrjár hliðar ekki verönd á framhlið.
Þakkantur klæddur með timbri og áli þar sem það á við, timbur málað svart. Á þaki eru tvö lög af á bræddum asfalt pappa.
Húsið er allt einangrað samkvæmt byggingarreglugerð og skilast með frágengnu rakavarnalagi og einnig verður komin lagnagrind úr timbri.
Allar innveggja grindur komnar upp en óeinangraðar og óklæddar. Búið að leggja gólfhita, ofan á gólflagnir er 7 cm anitrid ílögn. Þannig að gólf verða tilbúin undir gólfefni. Gólfhiti verður komin á án stýrikerfa. Vinnurafmagn komið í húsið.
Búið verður að ganga frá rotþró og heimtaugum (rafmagn, hiti og vatn).
Verð kr. 69.000.000,- Allar nánari upplýsingar veitir Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali - svanthor@fastmos.is eða 698-8555
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Mosfellsbæjar skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar - er skv. gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.