Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Hannes Steindórsson
Bogi Molby Pétursson
Guðrún Antonsdóttir
Heimir Hallgrímsson
Hrafnkell P. H. Pálmason
Viðar Marinósson
Elías Haraldsson
Kristján Þórir Hauksson
Albert Bjarni Úlfarsson
Ragnar Þorsteinsson
Vista
fjölbýlishús

Skeljagrandi 1

107 Reykjavík

89.900.000 kr.

702.893 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2023782

Fasteignamat

76.950.000 kr.

Brunabótamat

55.770.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1981
svg
127,9 m²
svg
4 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Bílskúr
svg
Útsýni

Lýsing

LIND fasteignasala og Helga Pálsdóttir löggiltur fasteignasali kynnir einstaklega fallega, bjarta og endurnýjaða 4.herbergja endaíbúð á 3.hæð með fallegu sjávarútsýni í góðu fjölbýlsihúsi við Skeljagranda með sérinngangi af svölum. Eigninni fylgir stæði í bílageymslu. Birt flatarmál eignarinnar samkvæmt Þjóðskrá er samtals 127,9 m2 Þar af er íbúðin skráð 99,6 m2 og bílskúr(stæði í bílageymslu) er skráð 28,3 m2, Að auki er ca. 25 m2 sérgeymsla í kjallara sem ekki kemur fram í birtu flatarmáli fyrir eignina. 

  Helstu endurbætur 2017

* Eldhúsið endurnýjað frá A-Ö
* Baðherbergið endurnýjað frá A-Ö
* Allar innihurðar endurnýjaðar
* Allir fataskápar endurnýjaðir
* Öll gólfefni endurnýjuð
* Allt gler í íbúðinni var endurnýjað
* Allt rafmagn var endurnýjað, ídregið rafmagn, allir tenglar og rofar og rafmagnstafla endurnýjað


Utanhússframkvæmdir 2018
Húseignin steypuviðgerð og máluð 
Skipt um 19 glugga og alla gluggalista á öðrum gluggum
Þak málað með Fillcoat þar sem þurfa þótti.


Nánari lýsing eignar 
Forstofan með fatahengi með skúffueiningu undir og hvítum skóskáp.
Stór og björt stofa og borðstofa með parketi og útgengi út á svalir í suður með fallegu útsýni þar sem m.a. sést í Keili og til Bláfjalla.
Eldhús með parketi og nýlegri hvítri inréttingu með miklu skúffu og skápaplássi. Spanhelluborð með viftu yfir og blástursofn í vinnuhæð. Innbyggður ísskápur og uppþvottavél. Fallegt sjávarútsýni er frá eldhúsglugganum, þar sem hinn rómaði fjallagarður, Akrafjall, Skarðsheiði og Esjan, blasir við í allri sinni dýrð.
Á herbergangi eru þrjú góð svefnherbergi og baðherbergi.
Hjjónaherbergi
með parketi á gólfi og fataskáp á heilum vegg.
Barnaherbergi (1)með parketi á gólfi og útsýni til norðurs.
Barnaherbergi (2) með parketi og glugga á vesturgafli
Baðherbergið sem er flísalagt í hólf og gólf ,baðkari með sturtuhlíf, handklæðaofni, innréttingu og opnanlegum glugga. Innnrétting utan um þvottavél og þurrkara.

Í  kjallara er ca. 25 fm sérgeymsla, sem ekki kemur fram í birtu flatarmáli fyrir eignina hjá Þjóðskrá og sameiginleg hjólageymsla.
Sér stæði í lokaðri bílageymslu fylgir. Búið er að setja upp grindur/lagnaleiðir í loft fyrir hleðslustöðvar.

Falleg og snyrtileg sameiginleg lóð fyrir framan húsið.


Frábær staðsetning, rétt við sjávarsíðuna þar sem eru góðar gönguleiðir eru meðfram sjónum út í Gróttu í aðra áttina og út á Grandagarð í hina. Örstutt í leik og grunnskóla og ýmsa aðra þjónustu eins og t.d  verslunnarmiðstöðina á Eiðistorgi. 

Allar nánari upplýsingar veitir Helga Pálsdóttir fasteignasali í síma 822 2123 eða helga@fastlind.is

Lind fasteignasala ehf.

Lind fasteignasala ehf.

Bæjarlind 4, 201 Kópavogur
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
2. maí. 2022
53.650.000 kr.
78.000.000 kr.
127.9 m²
609.851 kr.
5. ágú. 2016
33.350.000 kr.
37.000.000 kr.
127.9 m²
289.289 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Lind fasteignasala ehf.

Lind fasteignasala ehf.

Bæjarlind 4, 201 Kópavogur
phone