Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 2003
60,6 m²
3 herb.
1 baðherb.
2 svefnh.
Bílskúr
Sérinngangur
Laus strax
Lýsing
Kjöreign fasteignasala kynnir: Hallkelshólar 50, Grímsnes-og Grafningshreppi. Glæsilegt 60,6 fm sumarhús ásamt gróðurhúsi á skipulögðu sumarhúsasvæði úr landi Hallkelshóla á skógi vaxinni og skjólgóðri lóð. Stór sólpallur með rafmagnspotti (Soft tub 6 manna). Gróin, falleg leigulóð ca 9.600 fm. Læst rafmagnshlið er inn á svæðið með öryggismyndavél.
Húsið er timburhús byggt árið 2003 á einni hæð og skiptist í eldhús með borðkrók og stofu í opnu rými með kamínu og borðstofu, góð eldhúsinnrétting með uppþvottavél og ísskáp. Útgengt út á stóran pall. Tvö svefnherbergi, annað með kojum og hitt með rúmi og skápum. Möguleiki að stúka af þriðja svefnherbergið. Gegnheilt parket á gólfum. Baðherbergi með innréttingu og sturtu þar sem hitakútur er staðsettur og pláss fyrir þvottavél o.fl. Góð lofthæð er í húsinu. Gróðurhús eru ekki inni í birtri stærð. Rúmgóð útigeymsla með hillum. Sólpallur er í kringum mestallan bústaðinn með heitum nuddpotti á skjólgóðum stað. Lóðin er falleg og mikil vinna verið lögð i hana, gönguleiðir eru um svæðið. Góður grasblettur fyrir framan hús. Innbú fyrir utan persónulega muni getur fylgt með. Á veturna er aðalvegur svæðisins ruddur en hægt er að panta aukalega mokstur í botnlanga fyrir sanngjarnt verð.
Að sögn seljanda var húsið málað að utan 2018, ný rotþró 2021, pallur háþrþýstiþveginn 2024 og rafmagnstafla yfirfarin.
Skylduaðild er í sumarhúsafélagið Hólaborgir sem annast snjómokstur og rekstur rafmagnshliðs og er árgjald þess ca 22 þús.
Stutt er til þekktra staða á Suðurlandi eins og Skálholt, Þingvelli, Gullfoss og Geysi, Laugarvatn og Kersins og örstutt í golfklúbbinn á Hraunborgum.
Frá Reykjavík eru aðeins um 70 km sé ekið um Hellisheiði og frá bústaðnum eru um 20 km á Selfoss og 2 km á Minni Borg þar sem er sundlaug o.fl., og því stutt í alla þjónustu.
Upplýsingar gefa sölumenn Kjöreignar í síma 533-4040 eða á kjoreign@kjoreign.is
Ásta María Benónýsdóttir lögg. fasteignasali gsm. 897-8061 eða asta@kjoreign.is
Dan Wiium lögm. og lögg. fasteignsali gsm. 896-4013 eða dan@kjoreign.is
Húsið er timburhús byggt árið 2003 á einni hæð og skiptist í eldhús með borðkrók og stofu í opnu rými með kamínu og borðstofu, góð eldhúsinnrétting með uppþvottavél og ísskáp. Útgengt út á stóran pall. Tvö svefnherbergi, annað með kojum og hitt með rúmi og skápum. Möguleiki að stúka af þriðja svefnherbergið. Gegnheilt parket á gólfum. Baðherbergi með innréttingu og sturtu þar sem hitakútur er staðsettur og pláss fyrir þvottavél o.fl. Góð lofthæð er í húsinu. Gróðurhús eru ekki inni í birtri stærð. Rúmgóð útigeymsla með hillum. Sólpallur er í kringum mestallan bústaðinn með heitum nuddpotti á skjólgóðum stað. Lóðin er falleg og mikil vinna verið lögð i hana, gönguleiðir eru um svæðið. Góður grasblettur fyrir framan hús. Innbú fyrir utan persónulega muni getur fylgt með. Á veturna er aðalvegur svæðisins ruddur en hægt er að panta aukalega mokstur í botnlanga fyrir sanngjarnt verð.
Að sögn seljanda var húsið málað að utan 2018, ný rotþró 2021, pallur háþrþýstiþveginn 2024 og rafmagnstafla yfirfarin.
Skylduaðild er í sumarhúsafélagið Hólaborgir sem annast snjómokstur og rekstur rafmagnshliðs og er árgjald þess ca 22 þús.
Stutt er til þekktra staða á Suðurlandi eins og Skálholt, Þingvelli, Gullfoss og Geysi, Laugarvatn og Kersins og örstutt í golfklúbbinn á Hraunborgum.
Frá Reykjavík eru aðeins um 70 km sé ekið um Hellisheiði og frá bústaðnum eru um 20 km á Selfoss og 2 km á Minni Borg þar sem er sundlaug o.fl., og því stutt í alla þjónustu.
Upplýsingar gefa sölumenn Kjöreignar í síma 533-4040 eða á kjoreign@kjoreign.is
Ásta María Benónýsdóttir lögg. fasteignasali gsm. 897-8061 eða asta@kjoreign.is
Dan Wiium lögm. og lögg. fasteignsali gsm. 896-4013 eða dan@kjoreign.is
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
2. sep. 2016
11.830.000 kr.
17.000.000 kr.
60.6 m²
280.528 kr.
20. mar. 2013
10.145.000 kr.
16.000.000 kr.
60.6 m²
264.026 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025