Lýsing
Glæsileg og mikið uppgerð 4ra herbergja 104,5fm. endaíbúð á 4 (efstu hæð) með 21,2fm. bílskúr og tvennum svölum. Þvottahús er innan íbúðar.
Snyrtilegt og vel við haldið hús með góðu húsfélagi á eftirsóttum stað í borginni.
- Íbúðin er mikið tekin í gegn, nýleg gólfefni, nýlegt baðherbergi og innrétting í þvottahúsi svo fylgir henni 21,2 fm bílskúr, íbúð skráð 104,5fm. . Samtals: 125,7 fm.
Nánari lýsing:
Forstofa: Með rúmgóðum skáp og harðparketi á gólfi.
Stofa / Borðstofa : Með harðparketi á gólfi, útgengt út á austur svalir. Gluggar til austurs og norðurs.
Eldhús: Falleg eldhúsinnrétting, flísar milli efri og neðri skápa. Efri skápar ná uppí loft. Tengi fyrir uppþvottavél. Keramik helluborð og Siemens bakaraofn. Harðparket á gólfi.
Hjónaherbergi: Með góðum fataskáp, harðparket á gólfi.
Barnaherbergi 1: Fallegt herbergi með skáp og glugga til norðurs, harðparket á gólfi.
Barnaherbergi 2: Fallegt herbergi með skáp og glugga til norðurs, harðparket á gólfi.
Baðherbergi: Nýlega uppgert, hiti í gólfi, flísalagt í hólf og gólf. Rúmgóð "Walk-in" sturta með handklæðaofn, upphengt salerni, stór spegill, skápur og góð innrétting.
Þvottahús/ geymsla: Inn af eldhúsinu er þvottahús með nýlegri innréttingu og skolvask. Dúkur á gólfi. Nýtist einnig sem búr eða geymsla.
Bílskúr: Heitt og kalt vatn, sjálfvirkur hurðaopnari og inngönguhurð.
Sameign: Hjóla- og vagnageymsla og sameiginleg aukageymsla, þar sem allir eru með sér hillu.
Nýlegar framkvæmdir á húsinu:
- 2015 var þakið háþrýstiþvegið og málað.
- 2017 var þakkantur endurnýjaður og skipt um rennur.
- 2022 allt húsið sprunguviðgert, múrað og málað.
- 2024 rafmagn í sameign endurnyjað. Nýr dyrasími og útiljós.
Fyrir nánari upplýsingar:
Helgafell fasteignasala, S: 566 0000
Rúnar Þór Árnason lgf., sími: 775 5805 / runar@helgafellfasteignasala.is
----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells
- Hafðu samband og við gerum söluverðmat á eign þinni, þér að kostnaðarlausu -
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 79.980,- m/vsk.
Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.