












Lýsing
Miklaborg kynnir: Eiinstaklega fallegt sumarhús á 4.012 fm eignarlandi sem er skógi vaxið. Aðalhúsið er 83,4 fm að stærð með þremur svefnherbergjum. Einnig fylgir skráð 6,2 fm geymsla. Húsið er tengt heitu og köldu vatni sem og rafmagni.
Sumarhúsið er staðsett í Úthlíð, á milli Geysis og Laugarvatns – um það bil 100 km frá Reykjavík. Það eru einungis um 15 mínútur að aka að Geysi og um 20 mínútur til Reykholts.
Úthlíðar sumarhúsasvæðið er lokað með síma- og öryggishliði. Hitaveita er á svæðinu. Í Úthlíð er einnig rekin öflug ferðaþjónusta með meðal annars 9 holu golfvelli, hestaleigu og þjónustu í „Réttinni“ – þar er sundlaug með heitum pottum, veitingastaður o.fl.
Stutt er í þrjá golfvelli og fjölbreytt útivistar- og göngusvæði. Geysir er í aðeins 15 mínútna akstursfjarlægð og u.þ.b. 20 mínútur til Flúða og Laugarvatns.
Lýsing eignar: Aðalhús (83,4 fm):
Anddyri með fataskáp. Inn af anddyri er búr með góðum hillum og þar er ísskápur staðsettur í dag. Frá anddyrinu er gengið inn í gang sem tengir svefnherbergin. Svefnherbergi 1: Með tvöföldu rúmi og góðum fataskáp. Svefnherbergi 2: Rúmgott með tvöföldu rúmi. Svefnherbergi 3: Gott herbergi með tveimur rúmum.
Eldhúsið er hálfopið að stofu, með eldri en snyrtilegri viðarinnréttingu, eldavélasamstæðu og góðu skápaplássi. Stofan er björt og rúmgóð, með mikilli lofthæð og kamínu. Þaðan er gengið út á suðurverönd.
Baðherbergi: Viðarinnrétting, tengi fyrir þvottavél, handklæðaofn og sturtuklefi. Gengt er beint út á pall frá baðherbergi.
Tæknirými: Staðsett norðan megin við húsið, þar er hitaveitugrind og stýring fyrir heitan pott.
Utanhúss: Stór og sólrík timburverönd sunnan og vestan megin við húsið. Þar er heitur pottur og mjög gott skjól – fullkomið rými til að njóta útiverunnar.
Skáli við pall: Við timburveröndina vestan megin er skáli með góðu vinnuborði, nýttur fyrir grill og útihúsgögn.
Geymsla (6,2 fm): Skúr norðan við húsið.
Aðrir skúrar á lóð: Skúr 1: Torfkofi, var áður notað sem köld geymsla fyrir matvæli. Skúr 2: Timburskúr með tvöfaldri hurð – hentugur fyrir golfbíl, fjórhjól eða sleða.
Lóðin: Stærð 4.012 fm – eignarlóð. Vaxin fallegum trjám sem mynda skjól og stígar liggja á milli þeirra. Einstaklega fallegt og vel staðsett sumarhúsaland.
Nánari upplýsingar veitir Jón Rafn fasteignasali í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is