Lýsing
Um er að ræða glæsilegt einbýlishús á einni hæð með 4 svefnherbergjum; þar af hjónasvíta með innangengt baðherbergi og fataherbergi. Tvær stofur eru í eigninnni, tvö baðherbergi, stórt þvotthús, mjög góður bílskúr og frábær pallur með heitum potti. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar frá JBB Tréverki. Sannkallað fjölskylduhús.
Eignin er afar vel skipulögð. Forstofan er rúmgóð með góðum fataskápum. Stofan og borðstofan eru í sameiginlegu rými og sjónvarpshol er aðskilið með léttum vegg. Eldhúsið er rúmgott með tæki í vinnuhæð og góðu skápaplássi. Bæði baðherbergin eru með sturtu og innst á gangi þar sem svefnherbergin eru er tölvuhol með miklu skápaplassi. Öll svenherbergin eru með fataskápum og hjónasvítan með fataherbergi auk baðherbergis inn af. Þvottahúsið er verulega gott með hvítri innréttingu.
Gólfefni eru ýmist eikarparket eða flísar, en flísar eru á forstofu, holi, eldhúsi, baðherbergjum og bílskúr en parket á stofu, gangi og svefnherbergjum.
Virkilega snyrtileg og falleg eign sem vert er að skoða.
Nánari upplýsingar veitir Marta Jónsdóttir, lögfr. og lfs., í síma 8633445 og netfanginu marta@sunnafast.is.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Sunna fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.