Lýsing
Á sölusíðu eignarinnar getur þú nálgast sölyfirlit og önnur gögn um eignina.
Einnig er hægt að gera tilboð í eignina á sölusíðunni.
Procura fasteignasala kynnir fallega, bjarta og mikið endurnýjaða 72,9 fermetra 2ja herbergja íbúð í góðu fjórbýlishúsi við Barmahlíð 48 í Reykjavík.
Nýtt harðparkett og innihurðir. Endurnýjað eldhús og baðherbergi. Nýbúið að steina húsið að utan og mála tréverk.
Íbúðin getur verið laus við kaupsamning - Möguleiki að tæki og húsgögn fylgi.
Lýsing eignar:
Sameiginleg forstofa, fyrir framan íbúð er teppalögð og björt.
Forstofa, parketlögð og rúmgóð með fataskápum og fatahengi.
Baðherbergi, með glugga, flísalagt í hólf og gólf. Labb-inn sturta og upphengt salerni. Gólfhiti.
Eldhús, flísalagt, stórt og bjart með gluggum í tvær áttir og góðri borðaðstöðu. Gólfhiti.
Stofa, stór, björt og parketlögð.
Svefnherbergi, mjög stórt, parketlagt og með góðum fataskápum.
Á hæðinni eru:
Sér geymsla, með hillum og lökkuðu gólfi.
Sameiginlegt þvottaherbergi, stórt og bjart með glugga, lökkuðu gólfi og þvottasnúrum. Hver með sína vél.
Húsið: Nýlokið við að endursteina húsið og mála tréverk. Frárennsli og dren hefur verið endurnýjað.
Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á rólegum stað í Hlíðunum þaðan sem stutt er í skóla, leikskóla og aðra þjónustu.
Fyrirvarar:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.