












Lýsing
Miklaborg kynnir: Fallega og bjarta tveggja herbergja útsýnis íbúð á fjórðu og efstu hæð við Ástún 14. Eignin er skráð 54,3fm auk 7fm geymslu í sameign sem er ekki inni í þeirri tölu.
Um er að ræða frábæra staðsetningu miðsvæðis í Kópavogi þar sem stutt er í verslun og þjónustu, íþróttasvæði, leiksvæði og skemmtilegar gönguleiðir í Fossvogi.
Allar nánari upplýsingar gefur Kjartan Ísak Guðmundsson löggiltur fasteignasali, í síma 663-4392 eða kjartan@miklaborg.is
Nánari lýsing:
Anddyri er með fatahengi og skápum, herðparket á gólfi
Eldhús var endurnýjað 2021 bæði innréttingar og tæki, góð vinnuaðstaða
Stofa er björt með útgengi á stórar vestur svalir
Svefnherbergi er rúmgott með góðu skápaplássi, parket á gólfi
Baðherbergi var endurnýjað að miklu leiti 2025. Meðal annars voru settar nýjar flísar, innrétting, blöndunartæki og salerni.
Þvottahús er inn af eldhúsi
Veggir og loft íbúðar eru nýmáluð. Gólfefni íbúðar er harðparket en á gólfum votrýma eru flísar.
7fm geymsla er í sameign í kjallara hússins og er ekki inn í heildar fm tölu
Eitt merkt bílastæði á bílaplani fylgir eigninni