Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1992
222,1 m²
5 herb.
2 baðherb.
3 svefnh.
Þvottahús
Sérinngangur
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Einstaklega glæsilegt, bjart og vel hannað einbýli á einum af bestu útsýnisstöðum í Reykjavík. Eignin er 222,1 fm á einni hæð og þar af er tvöfaldur bílskúr sem er 46,5 fm. Eignin stendur á 1020 fm lóð og er innst í botnlanga umvafin ósnortinni náttúru og ríkulegu fuglalífi. Húseignin státar af einstöku útsýni að Snæfellsjökli og Snæfellsnesi, Esjunni, Úlfarsfelli og yfir Viðey. Mikil lofthæð er í húsinu og þakgluggi sem tryggir góða birtu. Stór, skjólrík verönd snýr í vestur með heitum potti og útsýni yfir Esjuna. Rúmgóðar svalir sem snúa í norður. Garðurinn er sérlega vel hannaður og þarfnast lítillar umhirðu. Hann er með lágum gróðri, trjám og nýlegri stillanlegri útilýsingu. Arkitekt hússins er Gunnar S. Óskarsson. Alrými og aðalbaðherbergi eignarinnar var nýlega tekið í gegn og endurhannað af Theresu Himmer arkitekt og Krads arkitektum.Nánari upplýsingar veitir: Magnea S. Sverrisdóttir lg. fasteignasali s. 861 8511, magnea@eignamidlun.is
Nánari lýsing:
Komið er inn um sér inngang í anddyri með flísum á gólfi og rúmgóðum fataskápum. Innaf anddyri er gestasalerni með góðu skápaplássi. Rúmgott og bjart alrými er í miðju hússins með mikilli lofthæð og þakglugga sem veitir einstaka birtu og síbreytilegt útsýni. Alrýmið skiptist í eldhús, borðstofu, bókastofu, setustofu og skrifstofurými. Í eldhúsrýminu er sérhönnuð eldhúsinnrétting með innbyggðum ísskáp og hvítum bakaraofni og örbylgjuofni. Rúmgóðir búr- og tækjaskápar eru í innréttingunni. Rúmlega 3ja metra eyja með borðplötu úr heilum granítsteini setur svip sinn á alrýmið. Eyjan er með upplímdum vaski og 80 cm niðurfelldu spanhelluborði. Útdrög í eyjunni eru með lýsingu og innréttingar afar rúmgóðar og vel skipulagðar. Eldhústæki eru frá Siemens og blöndunartæki frá Vola. Í eigninni eru þrjú mjög rúmgóð svefnherbergi með aukinni lofthæð, stórum gluggum og vel skipulögðum fataskápum. Úr hjónaherbergi er gengt út á sólpall. Í alrými og í herbergjum er niðurlímt eikarparket. Úr alrými, baðherbergi og hjónaherbergi er gengt út á rúmgóðan, skjólgóðan og afgirtan sólpall sem snýr í vestur. Úr alrými er einnig gengt út á rúmgóðar svalir sem snúa í norður. Aðalbaðherbergið var nýlega endurhannað í glæsilegum stíl með aukinni lofthæð og glerhurð sem tengist sólpalli og garði. Terrasóflísar eru á gólfi og á veggjum eru hvítar ítalskar mósaíkflísar með kverk- og hornaflísum. Innréttingin er sérsmíðuð af Við og við. Hiti er í gólfi. Lýsing er frá Lumex og blöndunartækin frá Vola. Mjög rúmgott þvottahús og geymslurými er í húsinu með góðu skápaplássi og rými fyrir auka kæli- og frystiskápa. Úr þvottahúsi er innangengt í tvöfaldan bílskúr með góðu skápaplássi, geymslulofti og útsýni til norðurs. Nýlegt epoxy gólfefni er í þvottahúsi og bílskúr.
Hitalögn er í innkeyrslu. Hleðslustöð er við húsið. Innbyggð geymsla fyrir sorptunnur er við hliðina á bílskúrshurð. Í húsinu er nýlegt innbrots- og eftirlitskerfi. Samkvæmt upplýsingum frá seljanda hefur húseigninni verið vel við haldið. Húsið og þak var málað árið 2022.
Stutt er í helstu þjónustu og leikskóli og skóli eru í Hamrahverfi. Margar frábærar göngu- og hjólaleiðir í nágrenninu. Einnig er stutt í fjölbreytt og skemmtilegt leiksvæði í Gufunesinu.
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
30. maí. 2016
63.300.000 kr.
68.000.000 kr.
222.1 m²
306.168 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025