












Lýsing
Miklaborg kynnir í einkasölu : 103,7 m2 fjögurra herbergja íbúð á fjórðu og efstu hæð við Háaleitisbraut 155 með miklu útsýni til norðurs og suðurs.. 3 svefnherbergi. Björt og falleg búð sem hefur verið talsvert endurnýjuð. Húsið hefur einnig fengið talsvert viðhald. Stutt í skóla, leikskóla og alla þjónustu.
Leitið upplýsinga hjá Óskari í síma 691-2312 eða osa@miklaborg.is
Nánari lýsing: Gengið inn í forstofu með upprunalegum ( opnum ) loftháum skápum . Á vinstri hönd er eldhús með eikarinnréttingu sem hefur verið endurnýjuð. Tengi fyrir uppþvottavél. Svefnherbergi þar við hlið. Á hægri hönd er lítill gangur sem leiðir inn í hjónaherbergi, minna svefnherbergi og baðherbergi. Hjónaherbergi með upprunalegum loftháum tvískiptum skápum með rennihurðum. Minna svefnherbergi með lausum skáp. Stofan er opin og björt með stórum glugga til suðurs og útgengi á suðursvalir, Baðherbergi er flísalagt að hluta með baðkari og sturtuaðstöðu og tengi fyrir þvottavél.
GÓLFEFNI: Harðparket á alrými, korkur á eldhúsi og svefnherbergjum og flísar á baðherbergi.
Íbúðin hefur verið talsvert endurnýjuð. Gluggar í stofu eru endurnýjaðir, sem og opnanleg fög og gler. Eldúsinnrétting hefur verið endurnýjuð, ofnar íbúðar eru nýlegir og allar innihurðir eru endurnýjaðar. Rafmagn var endurnýjað 2010 og harðparlet sett á íbúð fyrir ca. 10 árum Í sameign er geymsla, rúmgott þvottahús og hjólageymsla. Ytra byrði hússins hefur fengið talsvert viðhald. Búið er að klæða húsið og einangra á þrjá vegu. Samhliða því var farið yfir þak og það málð og skipt um einn þakglugga. Járn á þaki er frá 2002. Gluggar hafa verið endurnýjaðuir að hluta.. Góð eign í afar vinslælu hverfi miðsvæðis í Reykjavík og stutt á alla þjónustu og skóla.
Allal nánari upplýsingar veita
Óskar Sæmann Axelsson löggiltur fasteignasali í síma 691-2312 eða osa@miklaborg.is
Friðrik Þ. Stefánsson lögmaður og lögg.fasteignasali í s. 616 1313 eða fridrik@miklaborg.is