Opið hús: Reynimelur 37, 107 Reykjavík. Eignin verður sýnd sunnudaginn 11. maí 2025 milli kl. 13:30 og kl. 14:00.
Lýsing
Nánari lýsing:
Miðhæð:
Forstofa með fallegum stiga upp á efri hæðina með fallegu upphaflegu tréhandriði. Lítið fatahengi fyrir framan gestasalerni.
Eldhús er með fallegri hvítri innréttingu frá HTH. Efri og neðri skápar og flísar á milli skápa. Ofn í vinnuhæð. Innbyggður ísskápur og uppþvottavél. Gashelluborð og veggháfur þar yfir.
Borðstofan er rúmgóð og björt með fallegri kamínu. Útgengt á svalir og þaðan eru tröppur niður í garðinn.
Stofa er rúmgóð og björt með fallegum hornglugga.
Bóka- /sjónvarpsherbergi með bókahillum. Svalir.
Gestasalerni með upphengdu salerni, vaskur, flísar á veggjum og gólfi.
Á hæðinni er gegnheilt harðviðarparket.
Efri hæð:
Gengið upp fallegan stiga upp á efri hæðina. Teppi á stiga og gangi.
Svefnherbergin eru þrjú, parket á gólfi, útgengt á svalir úr einu þeirra.
Fataherbergi með innréttingu og hillum.
Geymsla með glugga, flísar á gólfi. Lagnir fyrir þvottavél og vask.
Baðherbergi með fallegri innréttingu með rúmgóðum skúffum, gott pláss í hillum bak við rennurhurðir sem ná upp í loft, mósaík flísar í sturtu með sturtugleri, baðkar. Handklæðaofn og gólfhiti. Varmaskiptir er fyrir heita vatnið fyrir alla eignina.
Háaloft er yfir húsinu með fellistiga upp. Þakgluggi.
Kjallari:
Innangengt er niður í kjallara. Þar er þvottahús og fullbúin 3-4ra herbergja íbúð með sérinngangi. Alrými með fallegri eldhúsinnréttingu. Þrjú svefnherbergi. Baðherbergi með sturtu og fallegri innréttingu. Tengi og pláss fyrir þvottavél í innréttingunni. Hentar vel til útleigu.
Garður:
Garðurinn er einstaklega skjólgóður og sólríkur með fallegum gróðri. Rúmgóð helluögð verönd. Útigeymsla. Sér bílastæði á lóðinni með hleðslustöð. Hiti er í útitröppum. Óupphituð geymsla undir tröppunum.
Endurbætur:
Árið 2006 var húsið mikið endurnýjað. Skipt var um þakjárn, glugga, dren/skólp/niðurföll, raflagnir/tengla, ofna. En þá voru líka skipt um innréttingar og baðherbergi endrnýjuð.
Nánari upplýsingar:
Aðalsteinn Jón Bergdal lgf. í síma 767-0777 eða á netfanginu alli@trausti.is
Auðun Ólafsson lgf. í síma 894-1976 eða á netfanginu audun@trausti.is
Kristján Baldursson lgf. í síma 867-3040 eða á netfanginu kristjan@trausti.is
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.