Lýsing
Viltu fasteignasala kynnir fallegt einbýlishús við Laugarbraut 15, Akraneskaupstaður 300. Húsið er á tveimur hæðum með bílskúr og snyrtilegum garði. Eignin er á góðum stað stutt frá miðbænum.
Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Nánari upplýsingar veita
Karólína Íris Jónsdóttir sími 772-6939/ karolina@viltu.is
Elísabet Kvaran sími 781-2100/ elisabet@viltu.is
Einbýlishús við Laugarbraut 15 á tveimur hæðum (127.1 m²) ásamt bílskúr (26,2 m²) ásamt geymslurými í kjallara.. Eignin er skráð 153.3 m².
Neðri hæð (79 m²):
Forstofa er með fatahengi og flísar eru á gólfi og veggjum.
Gestasnyrting er með salerni, sturtuklefi, vaskur. Flísar eru á gólfi og veggjum.
Hol flísar eru á gólfi og fatahengi.
Stofa/Borðstofa er björt og opin með flísum á gólfi.
Eldhús er með viðarinnrétting, flísar á milli skápa, helluborð, ofn, vifta, uppþvottavél. Flísar eru á gólfi.
Þvottahús er með hvítri innrétting, útgangur í vestur og stigi niður í kjallara.
Kjallari óskráð rými með flísar, hitaveitugrind.
Efri hæð:(48 m² v/súð) Nýtt teppi er á stiga
Hol er með parketi á gólfi og uppgengi á geymsluloft.
Svefnherbergi er með parketi á gólfi og góðum fataskáp og einnig fataherbergi.
Herbergi I er með parketi á gólfi og fataskáp og auka rými innaf herberginu.
Herbergi II er með parketi á gólfi.
Baðherbergi er með hvítri innréttingu, salerni og baðkari undir súð.
Sjónvarpshol er með parketi og opið frá holi.
Bílskúr er með epoxý á gólfi, flekahuð m/opnara, einangraður og klæddur, hiti affall, rafmagn, vatn, inngönguhurð er á hlið bílskúr sem vísar inn í garðinn.
ANNAÐ: Efri hæðin er skráð 48 m² hjá þjóðskrá en gólfflötur er 79 m² (ekki mælt undir súð). Geymslurými í kjallara er ekki inni í fermetratölu.
Gler og gluggar (plast) endurnýjað 2021. Varmaskiptir. Hellulagt milli húss og bílskúrs. Hellulögð innkeyrsla. Flísalögð stétt við innganga.
Endurbætur síðan í ágúst 2024:
-Sólarfilmur í þremur gluggum í stofu.
-Nýtt gólfefni á efri hæð (vínylparket).
-Nýjir ofnar og hitastýrikerfi uppi (fyrir utan baðherbergi).
-Nýtt teppi á stiga.
-Allt nýmálað fyrir utan baðherbergin, forstofu, þvottahús og bílskúr.
ATH Hægt að fá afhent með hurðum og listum á efri hæð ef kaupandi óskar eftir því.
Staðsett í hliðargötu, stutt frá miðbænum, Akraneskirkju, Sjúkrahúsi, Brekkubæjarskóla o.fl.
Viltu fasteignir bjóða fasta söluþóknun 995.000 kr.
Allt innifalið. - Ekkert vesen
Kynntu þér málið á Viltu.is
Fyrirvarar:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.