Lýsing
Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Mjög falleg og mikið endurnýjuð 200,0 m2, neðri sérhæð í tvíbýlishúsi með sér inngangi við Dvergholt 6 í Mosfellsbæ. Eignin er skráð 200,0 m2, þar af 162,9 m2 og geymsla 37,1 m2. Að auki eru óskráðir fermetrar en stækkað var á milli íbúðar og geymslu. Eignin skiptist í forstofu, sjónvarpshol, 3 svefnherbergi, baðherbergi, gestasnyrtingu, eldhús, stofu/borðstofu, þvottahús og geymslur.
Mjög stór timburverönd með heitum potti.
Frábær staðsetning þar sem stutt er í alla helstu þjónustu svo sem skóla, leikskóla, íþróttamannvirki, sundlaug og verslun.
Skv. upplýsingum frá seljanda var farið í eftirfarandi endurbætur á árunum 2016-2017:
Skipt var um allt gólfefni, innihurðir, innréttingar og baðherbergi endurnýjuð. Skipt um skólplagnir og settur brunnur með dælu til að koma skólpi frá húsinu. Skipt um ofnalagnir og þær fræstar í gólf. Skipt um neysluvatns lagnir og inntaksgrind fyrir vatn. Skipt rafmagnstöflu.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent
Nánari lýsing:
Forstofa: Er með fataskáp og harðparketi á gólfi.
Gangur er með harðparketi á gólfi.
Sjónvarpshol er með parketi á gólfi.
Svefnherbergi nr. 1 (Hjónaherbergi) er rúmgott með harðparketi á gólfi.
Svefnherbergi nr. 2 er mjög rúmgott með harðparketi á gólfi.
Svefnherbergi nr 3 er mjög rúmgott með harðparketi á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt, með 'walk in' sturtu, vegghengdu salerni, handklæðaofn og innréttingu með skolvaskvask.
Gestasnyrting er með vegghengdu salerni og innréttingu, harðparket á gólfi.
Eldhús, stofa og borðstofa: Er í rúmgóðu opnu rými með harðparketi á gólfi. Í eldhúsi er falleg innrétting með eyju. Í innréttingu eru tveir innbyggðir kæli- og frystiskápar, innbyggð uppþvottavél, örbylgjuofn, tveir blástursofn og spanhelluborð. Úr stofu er gengið út á timburverönd með heitum potti.
Þvottahús er með flísum á gólfi og innréttingu. Gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Innaf þvottahúsi er bæði geymsla og svo minni geymsla.
Geymsla er með steyptu gólfi. Er skráð 37,1 m2. Úr geymslu er útengt út í bakgarð.
Verð kr. 117.000.000.-
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Mosfellsbæjar skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar - er skv. gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.