Upplýsingar
Byggt 1990
245,5 m²
8 herb.
3 baðherb.
5 svefnh.
Þvottahús
Opið hús: 13. maí 2025
kl. 17:30
til 18:00
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Frábært og rúmgott 245 fm einbýlishús á einni hæð á eftirsóttum og skjólsælum stað í Foldahverfi í Grafarvogi. Lóðin er ákaflega vel gróin og falleg með sólpöllum, skjólveggjum og heitum potti. Húsið er afar vel staðsett neðst í botnlanga þar sem við taka græn svæði, göngustígar og fuglalífið við voginn. Eignin er mjög vel skipulögð með fimm svefnherbergjum. Spónlagt parket er víðast hvar í húsinu utan votrýma og eldhúss. Frábært fjölskylduhús við Grafarvoginn þar sem örstutt er í alla þjónustu eins og leikskóla, skóla, sundlaug, íþróttahús og verslun.**Sækja söluyfirlit**
Eignin skiptist í eldhús, stofur, borðstofu, sjónvarpshol, fimm svefnherbergi, baðherbergi, tvær gestasnyrtingar, þvottahús, geymslu og bílskúr. Bílskúr hefur verið breytt í íbúðarrými með svefnherbergi, stofu og snyrtingu. Innangengt er í bílskúr en einnig er sérinngangur með lítilli forstofu.
Nánari lýsing:
Forstofa: Flísar á gólfi og rúmgóður fataskápur.
Hol: Rúmgott, parketlagt hol er í miðju hússins sem tengir saman rýmin.
Eldhús: Rúmgott og bjart með veglegri innréttingu og góðu skápaplássi. Flísar á gólfi og margir gluggar. Gengið er inn í eldhús bæði frá holi og borðstofu.
Borðstofa: Úr eldhúsi er gengið inn í borðstofu sem er opin við stofur. Parket á gólfi og falleg gluggasetning.
Stofur: Rúmgóðar og bjartar með stórum gluggum og útgengi á stóran og einstaklega skjólsælan suðurpall með heitum potti. Fallegur arinn er í stofu.
Gestasnyrting: Inn af holi er ágæt gestasnyrting með flísum á gólfi, salerni og handlaug.
Herbergi 1: Við holið er rúmgott herbergi með parketi á gólfi.
Sjónvarpshol: Gott sjónvarpshol með parketi á gólfi er staðsett við svefnherbergjagang.
Herbergi 2: Ágætt herbergi með parketi á gólfi og góðu skápaplássi.
Herbergi 3: Ágætt herbergi með parketi á gólfi og góðu skápaplássi.
Herbergi 4: Mjög rúmgott með parketi á gólfi, góðu skápaplássi og útgengi út í garð.
Baðherbergi: Stórt baðherbergi sem flísalagt er í hólf og gólf með salerni, baðkari, stórri sturtu og innréttingu með handlaug. Góð birta kemur af gluggum.
Þvottahús/geymsla: Gott þvottahús er staðsett á herbergjagangi. Innrétting, flísar á gólfi og útgengi í garð. Einnig er þar góð geymsla og innangengt í bílskúr.
Bílskúr: Bílskúr er tvöfaldur. Honum hefur verið breytt í íbúðarrými mjög stóru svefnherbergi (herbergi 5), stofu, snyrtingu og sérinngangi með forstofu. Nýting bílskúrs er ekki samræmi við samþykktar teikningar. Auðvelt væri að breyta bílskúr aftur til fyrra horfs að heild eða hluta.
Lóðin: Er mjög gróin og falleg með sólpöllum, skjólveggjum og heitum potti. Lítill geymsluskúr er á lóð. Engin byggð er fyrir neðan húsið og er garðurinn því einstaklega friðsæll. Falleg aðkoma er að húsinu og næg bílastæði.
Nánari upplýsingar:
Lilja Guðmundsdóttir lögg.fasteignasali s. 649-3868 eða lilja@eignamidlun.is
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook