Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Guðlaugur H Guðlaugsson
Halldór Magnússon
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1973
svg
87,3 m²
svg
3 herb.
svg
1 baðherb.
svg
2 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sameiginl. inngangur

Lýsing

Stuðlaberg fasteignasala kynnir í einkasölu skemmtilega bjarta efri hæð í fjórbýlishúsi við Háteig 8 í Reykjanesbæ. Háteigur er botngata á góðum stað í Heiðarskólahverfi í Keflavík þar sem stutt er í verslun, útivistarsvæði og góð gönguleið er leikskóla og Heiðarskóla. Eignin stendur fyrir neðan götu og því er ágætis útsýni yfir Keflavík til austurs. 

Hér er tækifæri að eignast 3ja herbergja íbúð í rólegu fjölbýlishúsi á frábærum stað í Reykjanesbæ. Þetta eru frábær fyrstu kaup.
*Fyrir tveim til þrem árum síðan var farið í stórar viðgerðir að utan. Farið var í sprunguviðgerðir, málningu, þakkantur lagaður og endurnýjaður að hluta, þakrennur endurnýjaðar og þakið yfirfarið.
*Búið er að endurnýja marga glugga ásamt gleri.
*Teppin á sameign endurnýjuð ásamt því að sameignin hefur öll verið nýlega máluð.


Stigagangur er bjartur og snyrtilegur með teppi á gólfi.
Stofan hefur parket á gólfi, hurð er út á svalir frá stofu. Stórir gluggar í stofu gerir íbúðina mjög bjarta. 
Eldhús hefur flísar á gólfi, eldri innrétting sem hefur fengið upplyftingu. Innaf eldhúsi er þvottarhús og geymsla sem nýtist vel.
Baðherbergi er snyrtilegt með flísum á gólfi og hluta af veggjum í kringum baðkarið.
Herbergin eru tvö og hafa þau bæði parket á gólfi, góður fataskápur er í hjónaherbergi.

Nánari upplýsingar úm eignina veitir:
Brynjar Guðlaugsson
Löggiltur fasteignasali
s: 8965464
Brynjar Guðlaugsson

 

Stuðlaberg Fasteignasala

Stuðlaberg Fasteignasala

Hafnargata 20, 230 Keflavík
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
21. feb. 2020
26.300.000 kr.
27.750.000 kr.
87.3 m²
317.869 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Stuðlaberg Fasteignasala

Stuðlaberg Fasteignasala

Hafnargata 20, 230 Keflavík