Lýsing
Eignin skiptist í anddyri, tvö svefnherbergi, eldhús, stofu/borðstofu og baðherbergi. Þá fylgir íbúðinni sérgeymsla í sameign sem og hlutdeild í sameiginlegu þvottahúsi og hjóla-/vagnageymslu.
Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er birt flatarmál eignarinnar 58,80 fermetrar.
Nánari lýsing:
Eldhús: Eldri innrétting með ágætis skápaplássi og pláss fyrir ísskáp í innréttingu.
Stofa/borðstofa: Í opnu rými með eldhúsi.
Hjónaherbergi: Dúkur á gólfi og rúmgóðir fataskápar.
Svefnherbergi: Parket á gólfi, fataskápur og útgengi á verönd.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og hluta veggja. Baðkar með sturtu, Innrétting við vask og efri skápar.
Annað:
Sérgeymsla í sameign.
Sameiginlegt þvottahús og hjóla-/vagnageymsla.
Skipt var um inngangshurðir í öllum íbúðum árið 2023 – settar reykvarnarhurðir með hljóðeinangrun.
Samkvæmt seljanda og húsfélagi hefur ytra byrði hússins verið tekið töluvert í gegn á undanförnum árum, þar á meðal klæðning, gluggar, gler og þak eftir úttekt árið 2017.
Frábær staðsetning – stutt í skóla, leikskóla og alla helstu þjónustu. Elliðaárdalurinn, Árbæjarlaug og íþróttasvæði Fylkis í næsta nágrenni.
Nánari upplýsingar veitir:
Baldur Jezorski - löggiltur fasteignasali
baldur@fastgardur.is / sími 450-0000
Instagram: Baldur fasteignasali
Netverðmat: Smelltu hér til að sjá hvers virði eignin þín er.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
www.fastgardur.is | Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður