
Opið hús: Langholtsvegur 146, 104 Reykjavík. Eignin verður sýnd mánudaginn 7. júlí 2025 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.
Lýsing
Um er að ræða hæð, ris og bílskúr í steyptu tvíbýlishúsi sem stendur á skjólsælli baklóð við Langholtsveginn. Eignin er skráð 168,5 fm. skv. fasteignaskrá HMS þar sem íbúðin sem er á tveimur hæðum er 127,4 fm. en þó töluvert stærri þar sem efri hæðin er nokkuð undir súð, og bílskúrinn 41,1 fm.
Nánari lýsing; Komið er inn um sérinngang í forstofu og upp í íbúðina sjálfa, aðalhæðin er 103,8 fm. en þar er glæsilegt eldhús með hvítri innréttingu með góðu vinnuplássi og hirslum, innbyggður ísskápur, frystir og uppþvottavél fylgja. Góður borðkrókur er í eldhúsinu. Borðstofa er í björt og opin í beinu framhaldi af eldhúsinu og sestustofa næst henni.
Opið hol er í miðju rýmisins og tengir vistarverurnar saman.
Tvö herbergi eru á hæðinni, rúmgott hjónaherbergi sem er nokkuð undir súð sem býður upp á ýmsa möguleika svo sem varðandi hirslur eða skápa.
Barnaherbergi er einnig rúmgott, inn af því er þvottahús fyrir íbúðina.
Baðherbergi var gert upp ca 2015-2020 það er skemmtilega flísalagt og plássið nytt vel undir súðinni, en sjálfstætt standandi baðkar og þakgluggi setja skemmtilega svip á rýmið, þar er einnig sturtuklefi, upphengdur handkæðaofn og innrétting.
Fallegt, ljóst parket er á gólfum aðalhæðarinnar fyrir utan baðherbergi og eldhús sem eru flísalögð.
Risloftið er skemmtilega innréttað með tveimur herbergjum undir súð ásamt holi/alrými á milli þeirra sem getur nýst sem leiksvæði og sjónvarpsrými svo dæmi sé tekið.
Húsið er steinsteypt með hefðbundinni steinaðri áferð.
Garðurinn er rúmlega 620 fm. í afar skjólsælu umhverfi, þar er góð grasflöt og svæði fyrir leiktæki ef vill.
Bílskúrinn, 41,1 fm. þarfnast viðhalds en býður upp á mikla möguleika í nýtingu, þar var áður íbúð/íverurými og góð gluggasetning tryggir birtuflæði þangað inn.
Allar frekari uppýsingar um eignina veitir Þóra Birgisdóttir Lögg. fasteignasali í s. 777-2882 eða thora@esjafasteignasala.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Esja fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.