Lýsing
Miklaborg kynnir: LAUS STRAX 4ra herbergja íbúð. Pantið skoðun hjá Ævari Orra fasteignasala í símas 8976060 eða dunagal@miklaborg.is
4ra herbergja íbúð á jarðhæð í fjölbýlishúsi með sér bílastæði, sér inngangi og stórum sólpalli við Klukkurima 112 Reykjavík. Stutt er í alla þjónustu.
Nánari lýsing: Andyrri: með flísum gengið er í stóra og bjarta stofu með parketi, þaðan er gengt út á rúmgóðan sólpall í suður, þar er snyrtilega komið fyrir rósum og ýmsum plöntum.
Opið eldhús með ágætri innréttingu, flísar á milli skápa, tengi fyrir uppþvottavél, ofn í vinnuhæð, helluborð og vifta, ísskápur, vaskur við glugga.
Svefnherbergisgangur með parketi. Baðherbergi með flísum, vaskur í skáp, upphengt wc, sturtuklefi, góð aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara, skápar og gluggi.
3 svefnherbergi með parketi og fataskápum. Ágæt geymsla með hillum og rúmgóðum frystiskáp. í sameign er hjóla og vagnageymsla.
Góð eign á vinsælum stað.