Lýsing
Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Bjart og fallegt 168,5 m2 raðhús á tveimur hæðum og innbyggðum bílskúr við Klapparhlíð 4 í Mosfellsbæ. Eignin er skráð 168,5 m2, en þar af raðhús 146,0 m2 og bílskúr 22,5 m2. Eignin skiptist í þrjú svefnherbergi, sjónvarpshol (hægt að breyta í svefnherbergi), fataherbergi/vinnuherbergi, forstofu, baðherbergi, gestasnyrtingu, þvottahús/geymslu, stofu, borðstofu, eldhús og bílskúr. Stór bakgarður með timburverönd í suðvesturátt. Hellulagt bílaplan með hitalögn og búið er að setja upp hleðslustöð. Um er að ræða fallegt raðhús á vinsælum stað í Mosfellsbæ. Stutt í skóla, leikskóla, sundlaug, líkamsræktarstöð, golfvöll og vinsæl útivistarsvæði.
Skv. upplýsingum frá seljanda var árið 2020 settur gólfhiti á báðar hæðir hússins, skipt um öll gólfefni og baðherbergi á efri hæð endurnýjað.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax.
Nánari lýsing:
Neðri hæð:
Forstofa er með fatahengi og parketi á gólfi. Úr forstofu er innangengt inn í bílskúr með epoxý á gólfi. Inn af bílskúr er þvottahús/geymsla með innréttingu og hillum, epoxý á gólfi.
Gestasnyrting er með flísum á gólfi, vegghengdu salerni og skolvask.
Stofa og borðstofa er í opnu og björtu rými með parketi á gólfi, sem skiptist í borðstofu og stofu. Úr stofu er gengið út á timburverönd og bakgarð í suðvesturátt.
Eldhús er með L-laga innrétting með góðu skápaplássi og eyju. Í innréttingu er innbyggður ísskápur, innbyggð uppþvottavél, blástursofn, keramik helluborð og háfur. Marmari á borðum.
Efri hæð:
Sjónvarpshol er með parketi á gólfi. Væri hægt að breyta í auka svefnherbergi.
Svefnherbergi nr. 1 (hjónaherbergi) er með parketi á gólfi. Inn af hjónaherbergi er fataherbergi.
Svefnherbergi nr. 2 er með fataskáp og parketi á gólfi.
Svefnherbergi nr. 3 er með fataskáp og parketi á gólfi.
Baðherbergi er flísum á gólfi og veggjum. Á baði er innrétting með niðurfelldum vask, frístandandi baðkar og 'walk in' sturta með innbyggðum blöndunartækjum.
Fyrirhugað fasteignamat fyrir árið 2026 er kr. 116.500.000,-
Verð kr. 139.500.000,-
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Mosfellsbæjar skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar - er skv. gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.