Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sigurður Samúelsson
Andri Sigurðsson
Sveinn Eyland
Ingibjörg Agnes Jónsdóttir
Guðrún Diljá Lúðvíksdóttir
Monika Hjálmtýsdóttir
Júlíus Jóhannsson
Freyja Rúnarsdóttir
Jón Óskar Karlsson
Upplýsingar
svg
Byggt 1989
svg
93,2 m²
svg
5 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Útsýni
svg
Sérinngangur
svg
Laus strax

Lýsing

LANDMARK fasteignamiðlun og Sveinn Eyland, lögg. fasteignasali s: 6900 820 / sveinn@landmark.is kynna:
Um er að ræða nýlega endurbyggt 70.2 fm heilsárshús ásamt 23 fm nýju geymsluhúsi við Mosaveg 11 í Úthlíð, alls 93.2 fm.
Milliloft er yfir hluta aðalhúss sem að er fullnýtanlegt en þar er gott svefnrými og ágætis lofthæð að hluta.
Ekki er búið að skrá geymsluhús/bílskúr í fasteignaskrá hjá HMS.
Nýlega er búið að jarðvegsskipta í innkeyrslu og framan við geymsluskúr og útbúa stórt gott bílaplan.
Skjólgóðar og afgirtar verandir framan og til hliðar við húseign og þá er heitur pottur (skel) á verönd.

BÚSTAÐUR GETUR VERIÐ LAUS TIL AFHENDINGAR FLJÓTLEGA EFTIR KAUPSAMNING.


Birtar stærðir skv. Þjóðskrá Íslands:
Sumarhús er 70.2 fm merkt 01-01-01.
Eignin stendur á 5000 fm gróinni og skjólsælli leigulóð ofarlega í Skyggnisskógi.


Nánari upplýsingar um eign og bókun á skoðunartíma:
Sveinn Eyland lögg.fasteignasali, s. 6900 820 eða sveinn@landmark.is

FÁÐU SÖLUYFIRLIT YFIR EIGN STRAX HÉR.

Eignin skiptist í:
Forstofu, herbergjagang, tvö svefnherbergi, stofu/borðstofu, eldhús, baðherbergi, búr/þvottaherbergi, svefnloft sem að er fullnýtanlegt og er ca. 40 fm gólfflötur en eitthvað er undir súð, útigeymslu.
Geymsluskúr 23 fm. með steyptri plötu við innkeyrslu að húsi og er milliloft í honum að hluta. Inngangshurð. Bílskúrshurð með fjarstýringu. Hitaslaufur í gólfi og ídráttarlögn frá aðalhúsi. 
Þá er lítill geymsluskúr á lóðinni líka.

 
Nánari lýsing á húseign:
Komið inní forstofu/hol og þaðan er stigi uppá milliloft sem að er með opnanlegum glugga og rúmgóðu plássi sem að nýtt er sem svefnaðstaða.
Herbergjagangur og frá honum er gengið í önnur rými eignar.
Tvö rúmgóð svefnherbergi eru innaf gangi og búr/þvottaherbergi.
Stofa/borðstofa og eldhús renna saman í eitt opið og bjart rými með gluggum á þrjá vegu og mikilli lofthæð, útgengt á verönd úr stofu. Granít sólbekkir í öllum gluggum og fallegt Drápuhlíðargrjót á vegg.
Eldhús er opið inní stofu og er með nýlegri eldhúsinnréttingu, frá KVIK, með efri og neðri skápum, eldunareyju með helluborði og skúffuplássi, innbyggð uppþvottavél, ísskápur með frysti og vínkælir í innréttingu, Composit í borðplötum í eldhúsi.
Baðherbergi er vel skipulagt með flísum á gólfi og veggjum, Walk-In sturtuklefi með glerskilrúmi, snyrtilega innrétting með skúffum undir vaski, gluggi er á baðherbergi. Composit borðplötu á baði.
Innbyggð útigeymsla með aðgengi af verönd. Lagnir fyrir þvottavél. Ídráttarlagnir í geymsluskúr og framtíðar aukahús.
Gólfefni: Harðparket og flísar eru á gólfum eignar. 
Gólfhiti í stofu, eldhúsi, forstofu, baði og svefnherbergisgangi.


Nýr 23 fm geymsluskúr/bílskúr er við enda innkeyrslu að húseign, steypt plata með gólfhita, rafdrifin bílskúrshurð, sér inngönguhurð og góðir gluggar á húsi. 
Vandaður og skjólgóður pallur til suð-vesturs með innbyggðri heitavatnsskel, innbyggð lýsing er á verönd, og þá er einnig skjólgóð verönd til suðurs.
 
Lóðarleigusamningur er til 25 ára frá árinu 2016 og er lóðarleiga ca. 155.000 á ári.
Úthlíðar sumarhúsasvæðið er með 4 síma öryggishliðum og er þetta hús innan þess svæðis, hitaveita er á svæðinu.
Öflugt sumarhúsafélag er rekið á svæðinu og er árgjald í það kr. 16.000.-
Öflug ferðaþjónusta er einnig rekin í Úthlíð en þar er t.d 9 holu golfvöllur, hestaleiga og í Réttinni er  veitingarstaður o.fl.
Mjög stutt er á 3 golfvelli, útivistar og göngusvæði, útivistarsvæðið Geysir er í 10 mín akstri og ca. 15 mín akstur er á Flúðir og Laugarvatn.


-Vegna mikillar sölu undanfarið þá vantar mig allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og ég kem og met eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s: 6900.820 eða sveinn@landmark.is

Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.

Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat

img
Sveinn Eyland
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
LANDMARK fasteignamiðlun
Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur
LANDMARK fasteignamiðlun

LANDMARK fasteignamiðlun

Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur
phone
img

Sveinn Eyland

Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur
LANDMARK fasteignamiðlun

LANDMARK fasteignamiðlun

Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur
phone

Sveinn Eyland

Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur