Upplýsingar
Byggt 2001
184,8 m²
6 herb.
2 baðherb.
3 svefnh.
Þvottahús
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Dagverðarnes 76, 184.8 fm sumarhús á 12.607fm eignarlóð. Frábært útsýni yfir Skorradalinn og vatnið. Flott aðkoma er að bústaðnum. Einstaklega falleg og vel um gengin eign með mikla möguleika sem hentar vel fyrir stóra fjölskyldu. Möguleiki á að bæta við svefnherbergjum. Sjón er sögu ríkari.Húsið er á tveimur hæðum, neðri hæðin er steypt og skiptist í forstofu, stofu, baðherbergi með sturtu, hitakompu, rými sem er hægt væri að breyta í tvö herbergi, geymslu, útgengi út á pall og stiga upp á aðra hæð. Efri hæðin skiptist í eldhús, stofu með arinn og frábært útsýni, baðherbergi, þrjú svefnherbergi ásamt svefnlofti, þvottahús, þrír inngangar eru á efri hæð.
Lóðin er kjarri vaxin eignarlóð á einstaklega skjólgóðum stað með frábæru útsýni. Svæðið er lokað með rafmagnshliði (símahlið).
Nánari lýsing :
Efri hæðin : Stofan er björt og rúmgóð með góðri lofthæð, frábært útsýni á vatnið, arinn og útengi út á verönd. Eldhúsið og borðstofan eru samliggjandi stofunni með góðri loftæð. Þrjú svefnherbergi eru á hæðinni ásamt svefnlofti. Þvottahús með skolvask, þaðan er gengið út á verönd fyrir aftan hús. Baðherbergi með sturtuklefa og glugga.
Neðri hæðin : Gengið er inn um flísalagða forstofu, stofan á hægri hönd er sem er björt og með frábæru útsýni. Baðherbergið er flísalagt að hluta og er með sturtu. Sér herbergi fyrir hitakompu og svo er stórt rými sem er nýtt í dag sem leikherbergi og svefnaðstöðu. Stórar og skjólgóðar verandir eru á báðum hæðum og í kringum húsið, þar er heitur pottur sem snýr að vatninu.
Eigninni fylgir hlutur úr lóðinni Dagverðarnes 74 sem er kvaðbundinn þannig að ekki er heimilt að byggja sumarhús á lóðinni. Lóðina má nýta sem sameiginlegt útivistarsvæði fyrir eigendur sumarhúsa á svæði nr. 5 í Dagverðarnesi. Húsið er því langt frá öðrum húsum og í botni á götunni og það verður ekki byggt nær húsinu en það er í dag.
Nánari upplýsingar veita:
Kjartan Hallgeirsson löggiltur fasteignasali í síma 824-9093 eða kjartan@eignamidlun.is
Alfreð Valencia aðstoðarmaður fasteignasala í síma: 776-2150 eða alfred@eignamidlun.is
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook