Opið hús að Stigahlíð 34, íbúð merkt 402 (4.hh), 105 Reykjavík þriðjudaginn 29. júlí 2025 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.
Lýsing
Björt og falleg 3ja herbergja íbúð í eftirsóttu hverfi miðsvæðis í Reykjavík við Stigahlíð 34. Íbúðin er 83 m² á 4. hæð með fallegu útsýni í mikið endurnýjuðu og vel viðhöldnu húsi þar sem búið er að endurnýja glugga ásamt járni og pappa á þaki, þakrennur og niðurföll og húsið múrviðgert. Íbúðin sjálf er afar rúmgóð og björt og var mikið endurnýjuð af fyrri eigendum og má þar t.d. nefna eldhúsinnrétting og tæki, baðherbergi, innihurðar og gólfefni. Eins hefur rafmagn verið endurnýjað að hluta.
Nánari lýsing eignar:
Forstofa með skáp, parket á gólfi.
Stofa / borðstofa er rúmgóð og björt með útgengt á svalir.
Eldhús með hvíta innréttingu, keramik helluborð, bakaraofn í vinnuhæð og tengi fyrir uppþvottavél, parket á gólfi.
Baðherbergi með flísar á gólfi og inní sturtu, rúmgóðri sturtu og tengi fyrir þvottavél í innréttingu.
Hjónaherbergi með fataskápum, parket á gólfi.
Barnaherbergi með parket á gólfi.
Sér geymsla á 1. hæð fylgir íbúðinni ásamt sameiginlegri vagna-og hjólageymslu, þvottahúsi og þurrkherbergi.
Sameiginleg bílastæði fyrir framan hús.
Allar nánari upplýsingar veitir Freyja Rúnars löggiltur fasteignasali í síma 694-4112 eða freyja@landmark.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat