Lýsing
Miklaborg kynnir: Fjögurra herbergja íbúð á annari hæð með bílskúr við Ugluhóla 6, Reykjavík. Eignin skiptist í forstofu, þrjú svefnherbergi, stofu, borðstofu, eldhús, baðherbergi, geymslu í kjallara og bílskúr.
Nánari lýsing
Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi og fataskáp. Hjónherbergi með parketi á gólfi og fataskáp. Barnaherbergin eru tvö með parketi á gólfi, annað með fataskáp. Stofa / borðstofa með parketi á gólfi og útgengi á góðar svalir til suðurs. Eldhús með ljósri innréttingu, ofni í vinnuhæð, helluborði, plássi fyrir uppþvottavél, ísskáp og örbylgjuofn. Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum að hluta, sturtu, innréttingu með vask, upphengdu salerni og handklæðaofni. Geymsla er á jarðhæð sem og hjóla og vagna -geymsla. Bílskúr er á lóðinni með rafmagni, heitu og köldu vatni.
Nýlega var skipt um parket, innihurðar, ofna, fataskápa og baðherbergi tekið í gegn.
Nánari upplýsingar veitir
Óskar Sæmann Axelsson Löggiltur fasteignasali í sima 6912312 eða osa@miklaborg.is