Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 2010
176,2 m²
4 herb.
1 baðherb.
3 svefnh.
Þvottahús
Bílskúr
Sérinngangur
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Mjög falleg fjögurra herbergja neðri sérhæð í tvíbýlishúsi við Lindarvað 1 í Reykjavík. Stutt er í alla helstu þjónustu, skóla, leikskóla, íþróttasvæði Fylkis, Árbæjarlaug og útivistarmöguleika í Heiðmörk og Elliðaárdal. Íbúðin skiptist í anddyri, hol, eldhús í alrými ásamt stofu og borðstofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu. Innangengt er í stóran bílskúr í gegnum þvottahús. Garðstofa til suðurs frá stofu. Samkvæmt fasteignamati er birt flatarmál eignarinnar 176,2 fermetrar, sem skiptist í 116,2 fermetra íbúð, 15,7 fermetra geymslur og 44,3 fermetra bílskúr. Mjög eftirsótt staðsetning.Allar upplýsingar veitir Ólafur H. Guðgeirsson, MBA, lgfs., í síma 663-2508 eða olafur@eignamidlun.is
Framan við hús og bílskúr er hellulagt bílaplan þar sem er gott pláss fyrir bíla og t.d. ferðavagna. Hiti er í planinu.
Gengið er inn í húsið úr lokuðum gangi á milli húss og bílskúrs þar sem er gott skjól. Komið er inn í rúmgóða flísalagða forstofu, þar sem er stór fataskápur og spegill. Gengið er í eitt herbergi úr anddyri. Úr anddyri er genið í gang eða hol íbúðarinnar, þar sem svefnherbergi eru á vinstri hönd, opin gangur til stofu á hægri hönd með stórum fataskáp á heilum vegg. Við hlið hjónaherbergis, andspænis fataskáp á gangi, er baðherbergi og þvottahús. Baðherbergi er flísalagt, hvítt með gráum flísum á gólfi, innréttingu undir vaski, skápur við spegil og hár skápur í horni með góðu geymsluplássi, vegghengdu salerni, handklæðaofni, baðkari og sturtuklefa. Þvottahús er vel búið með vask, innréttingu utan um þvottavél og þurrkara og gráum flísum á gólfi. Úr þvottahúsi eru dyr inn í stóran afar vel búinn bílskúr, með opnara og epoxy á gólfi, og tveimur rúmgóðum geymslum eða vinnuherbergjum í enda skúrsins.
Af gangi eða holi tekur við stórt alrými þar sem er hvít eldhúsinnrétting og eyja með gráum borðplötum á vinstri hönd, fallegar flísar á milli skápa, nýleg stállituð og svört tæki; ísskápur fylgir ekki innréttingunni, Gott pláss fyrir borðstofuborð og setustofu með stóra glugga til suðurs í átt að garði. Við stærri gluggann, þar sem eru dyr út, hefur verið byggð stór garðstofa sem ekki er inní fermetratölu eignarinnar. Úr garðstofu er gengið út í garð, sem er óvanalega stór þar sem húsið er í enga götunnar.
Allir fataskápar og innihurðir eru úr eik, eikarparket er á gólfum þar sem ekki eru flísar. Gólfhiti í öllum rýmum íbúðar. Innfeld halogen lýsing við fataskápa og í stofu.
Frábærlega staðsett, vel skipulögð fjölskyldueign með óvanalega stórum bílskúr og garðstofu utan fermetratölu.
Fasteignamat 2026 121,8 milljónir.
Kostnaður kaupanda af kaupum:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi fyrir lögaðila er 1,6% af heildarfasteignamati eignar.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kaupendasamningi.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Eignamiðlun fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Kaupanda er bent á að nýta sér þjónustu fagmanna við skoðun fasteigna, en mælt er með því að kaupendur fasteigna fái óháðan fagaðila til að framkvæma formlega ástandsskoðun á eignum sem gert er tilboð í.
Eignamiðlun fasteignasala | Grensásvegur 11 | 108 Reykjavík | Sími 588 9090 | www.eignamidlun.is
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
23. jún. 2011
17.900.000 kr.
38.000.000 kr.
176.2 m²
215.664 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025