Lýsing
Mikið endurnýjuð og vel skipulögð 4ja herbergja 102,7 fm íbúð á jarðhæð með útgengt á afgirta timburverönd við Vesturberg 8 í Reykjavík. Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð á síðustu árum: Eldhús, baðherbergi, gólfefni, fataskápar og innihurðar. **Niðurtekin loft með innfelldum ljósum. **Hiti í gólfi á baðherbergi og í eldhúsi. **Gluggar á austurhlið endurnýjaðir. **Nýleg timburverönd með skjólvegg. **Gæludýrahald leyfilegt.
Eignin er skráð 102,7 fm skv HMS og er geymsla þar af 5,2 fm.
Nánari lýsing eignar:
Forstofa með fataskáp, parket á gólfi.
Hol/gangur með parket á gólfi, innfelld geymsla með hillum á holi með flísum á gólfi.
Stofa/borðstofa er björt og rúmgóð með parket á gólfi, útgengt á ca 30 fm afgirta, nýlega timburverönd.
Eldhús var endurnýjað af fyrri eigendum með hvítri innréttingu með flísum á milli efri og neðri skápa og miklu skápaplássi, tækjaskápur og útdraganlegur búrskápur, bakaraofn og örbylgjuofn í vinnuhæð, span helluborð, tengi fyrir uppþvottavél og pláss fyrir tvöfaldan ísskáp. Gott borðpláss og borðkrókur, flísar á gólfi og hiti í gólfi.
Herbergi I með fataskápum og parket á gólfi.
Herbergi II með fataskáp og parket á gólfi.
Herbergi III er mjög rúmgott eða um 16 fm með fataskáp og parket á gólfi, möguleiki á á skipta herberginu upp.
Baðherbergi er búið að endurnýja og er með baðkar með sturtugleri, flísalagt í hólf og gólf, upphengt salerni, vaskaskápur og stæði/tengi fyrir þvottavél með skúffu undir. Handklæðaofn og hiti í gólfi.
Sérgeymsla íbúðar er í sameign á jarðhæð.
Sameign: Á jarðhæð er sameiginlegt þvottahús, þurrkherbergi og hjólageymsla.
Sameiginleg bílastæði fyrir framan húsið.
Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð í gegnum árin en árið 2025 var parket endurnýjað á allri íbúðinni ásamt því að um 30 fm timburverönd með skjólvegg út frá stofu var smíðuð. Fyrir það var nýlega búið að endurnýja eldhús, baðherbergi, fataskápa og innihurðar.
Endurbætur á húsinu síðustu ár skv upplýsingum frá húsfélagi:
* Austurhlið og suðurgafl, sprunguviðgerðir og klæddir 2009
* Gluggar og útihurðir endurnýjaðir á austurgafli 2009
* Drenað við austurhlið og suðurgafl 2010
* Þak og rennur endurnýjaðar 2013
* Sprunguviðgerðir og málun útveggja, tréverks og svala á vesturhlið og norðurgafli 2018
* Frárennslislagnir endurnýjaðar og fóðraðar 2023
* Flestir ofnar í sameign endurnýjaðir 2024
Allar nánari upplýsingar veitir Freyja Rúnars löggiltur fasteignasali í síma 694-4112 eða freyja@landmark.is
---------------------------------------------------------------------------
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat