Lýsing
Miklaborg kynnir: Falleg og smekklega endurbætt 2ja herbergja íbúð á 2. hæð, samtals 47,9 m² skv. Þjóðskrá (íbúð 45,9 m² + geymsla 2,0 m²). Staðsett í rólegu og vinsælu hverfi þar sem miðbærinn er innan seilingar – fullkomin eign fyrir ungt par sem vill búa vel í borginni eða einfaldlega sem notaleg íbúð fyrir þá sem búa utan höfuðborgarsvæðisins og þurfa notalegt híbýli þegar borgin er heimsótt. Skipulag: anddyri, forstofa, eldhús, borðstofa, stofa, svefnherbergi og baðherbergi. Í sameign er sameiginlegt þvottahús og sérgeymsla í kjallara. Íbúðin státar af björtu alrými þar sem eldhús og stofa tengjast á smekklegan hátt.
Heillandi íbúð.
Pantið söluskoðun hjá Jóni Rafni fasteignasala í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is
Nánari lýsing eignar – sjarmerandi íbúð í fallegu steinhúsi frá 1936Komið er inn í forstofu þaðan sem gengið er í öll rými íbúðarinnar. Rýmið er bjart og nýtist vel.
Eldhúsið er með nýjum tækjum og endurnýjaðri innréttingu (efri skápur upprunalegur) og "barðborð" (þ.e. pláss fyrir tvo til að sitja og snæða við gluggann). Rýmið er að hluta opið inn í borðstofu og stofu, sem gerir eldhúsið að hluta af skemmtilegu alrými.
Stofan og borðstofan eru rúmgóðar og bjartar. Á milli stofu og svefnherbergis er tvöföld rennihurð, sem opnar möguleika á sveigjanlegu notagildi – hvort sem þú vilt opið rými eða meira næði.
Í íbúðinni er eitt svefnherbergi með góðu birtuflæði og rennihurð skilur að stofu.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með fallegum hvítum flísum. Þar er sturta, upphengt salerni og handlaug og handklæðaofn. Gluggi er á baðherbergi sem veitir bæði birtu og loftræstingu.
Gólfefni eru falleg – fljótandi harðparket á forstofu, eldhúsi, stofu, borðstofu og svefnherbergi. Flísar eru á baðherbergi.
Sameignin er snyrtileg og vel við haldið. Inngangur er sameiginlegur með íbúð á efri hæð, þar sem flísar eru á gólfi. Frá anddyri liggur stigi niður í sameiginlegt rými í kjallara þar sem er sameiginlegt þvottahús og sérgeymsla, bæði með máluðu gólfi.
Húsið sjálft er steinsteypt, tvær hæðir ásamt hálf niðurgröfnum kjallara, byggt árið 1936 og býr yfir miklum karakter. Einungis þrjár íbúðir eru í húsinu.
Samkvæmt seljanda hafa allar raflagnir, tenglar og rofar, neysluvatnslagnir, ofnalagnir, endurnýjaðar klóaklagnir innanhúss. Sameignin er öll nýmáluð ásamt veggjum og gólfi í þvottahúsi. Nýr slaufuloki og mælir fyrir á grind fyrir allar íbúðirnar
Nánari upplýsingar veitir Jón Rafn fasteignasali í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is