Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1957
295,8 m²
3 herb.
Bílskúr
Aukaíbúð
Lýsing
Betri Stofan fasteignasala og Þórir Skarphéðinsson lögmaður og lgfs, sími 844-9591 - thorir@betristofan.is, kynna:
Lynghagi 17, 107 Reykjavík. Einstaklega vel staðsett 295,8 fm einbýlishús á 3 hæðum, með 3 aukaíbúðum ásamt bílskúr. Góðar leigutekjur. Aðalíbúð er 6 herbergja með bílskúr. Aukaíbúðir eru tvær 2 herbergja og studioíbúð. Bókið skoðun í síma: 8449591 thorir@betristofan.is
Meðal nýlegra endurbóta á húsinu má nefna að húsið var múrviðgert að utan og málað, gluggar og þakkantur málaðir. Bæði baðherbergi aðalíbúðar endurnýjuð frá grunni. Tenglar og rofar aðalíbúðar endurnýjaðir. Frárennsli og skólp endurnýjað (fóðrun og endurlögn) fyrir 15 árum síðan.
AÐALÍBÚÐ :
Komið er inn í forstofu með upphituðum flísum á gólfi. Íbúðin er að mestu leyti parketlögð með gegnheilu Merbau parketi í fiskibeinamynstri. Rúmgott hol. Baðherbergi á hægri hönd með tengi fyrir þvottavél og þurrkara marmaraborðplötu, innrétting við vask, flísar á gólfi og klósettkassa. Rúmgóð og björt stofa og borðstofa, fallegur útskotsgluggi í stofu, útgengt út á yfirbyggðar austur svalir með flísum á gólfi, útgengt út á svalir og þaðan niður í garð. Inn af stofu er góð sjónvarpsstofa sem einnig mætti breyta í svefnherbergi eða skrifstofu. Opið og rúmgott eldhús. Frá eldhúsi er stigi niður í kjallara þar sem er rúmgott þvottahús með sturtu og góðri geymslu.
Frá holi er teppalagður stigi upp á efri hæðina.Þegar komið er upp þá eru á hægri hönd tvö rúmgóð barnaherbergi og innst er hjónaherbergi með útgengi á austur svalir. Við enda gangsins er þriðja barnaherbergið. Á vinstri hönd við gangveginn er sjónvarpshol og rúmgott, endurnýjað baðherbergi með sturtu og hita í gólfi.
ÍBÚÐ 1.
Við hlið þvottahús er studioíbúð sem skiptist í alrými með flísum á gólfi, nett eldhúsinnrétting og salerni. (Sturta í þv.húsi). Þessa íbúð er einnig hægt að nýta sem hluta aðalíbúðar.
ÍBÚÐ 2.
Gengið er meðfram húsinu austan megin að íbúð tvö. Komið er inn í forstofu með fatahengi, flísar á gólfi. Hol með parketi á gólfi. Eldhús með hvítri innréttingu, tengi fyrir uppþvottavél, flísar á gólfi. Rúmgóð stofa og borðstofa með parketi á gólfi. Herbergi með parketi á gólfi. Baðherbergi með sturtu, flísar á gólfi og veggjum. Steypt verönd við inngang.
ÍBÚÐ 3.
Íbúð þessi er byggð á milli bílskúrs og húss. Komið er inn í hol / eldhús með hvítri innréttingu, flísar á gólfi. Stofa og borðstofa með stórum gluggum, tvær hurðir út í garð, flísum á gólfi. Herbergi með flísum á gólfi. Baðherbergi með sturtu, flísar á gólfi. Innangengt er úr þessari íbúð inn í bílskúrinn sem er með rafmagni, hita og vatni, flísar á gólfi.
ANNAÐ:
Fallegur garður með mjög góðum geymsluskúr, hellulagt bílaplan.
Affall hitaveitu er lagt í bílaplanið, næst húsi og í alla gangstéttina framan við húsið svo það er alltaf snjólaust nema í allra versta veðri.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Skarphéðinsson lögmaður og löggiltur fasteignasali, í síma 8449591, tölvupóstur thorir@betristofan.is.
Lynghagi 17, 107 Reykjavík. Einstaklega vel staðsett 295,8 fm einbýlishús á 3 hæðum, með 3 aukaíbúðum ásamt bílskúr. Góðar leigutekjur. Aðalíbúð er 6 herbergja með bílskúr. Aukaíbúðir eru tvær 2 herbergja og studioíbúð. Bókið skoðun í síma: 8449591 thorir@betristofan.is
Meðal nýlegra endurbóta á húsinu má nefna að húsið var múrviðgert að utan og málað, gluggar og þakkantur málaðir. Bæði baðherbergi aðalíbúðar endurnýjuð frá grunni. Tenglar og rofar aðalíbúðar endurnýjaðir. Frárennsli og skólp endurnýjað (fóðrun og endurlögn) fyrir 15 árum síðan.
AÐALÍBÚÐ :
Komið er inn í forstofu með upphituðum flísum á gólfi. Íbúðin er að mestu leyti parketlögð með gegnheilu Merbau parketi í fiskibeinamynstri. Rúmgott hol. Baðherbergi á hægri hönd með tengi fyrir þvottavél og þurrkara marmaraborðplötu, innrétting við vask, flísar á gólfi og klósettkassa. Rúmgóð og björt stofa og borðstofa, fallegur útskotsgluggi í stofu, útgengt út á yfirbyggðar austur svalir með flísum á gólfi, útgengt út á svalir og þaðan niður í garð. Inn af stofu er góð sjónvarpsstofa sem einnig mætti breyta í svefnherbergi eða skrifstofu. Opið og rúmgott eldhús. Frá eldhúsi er stigi niður í kjallara þar sem er rúmgott þvottahús með sturtu og góðri geymslu.
Frá holi er teppalagður stigi upp á efri hæðina.Þegar komið er upp þá eru á hægri hönd tvö rúmgóð barnaherbergi og innst er hjónaherbergi með útgengi á austur svalir. Við enda gangsins er þriðja barnaherbergið. Á vinstri hönd við gangveginn er sjónvarpshol og rúmgott, endurnýjað baðherbergi með sturtu og hita í gólfi.
ÍBÚÐ 1.
Við hlið þvottahús er studioíbúð sem skiptist í alrými með flísum á gólfi, nett eldhúsinnrétting og salerni. (Sturta í þv.húsi). Þessa íbúð er einnig hægt að nýta sem hluta aðalíbúðar.
ÍBÚÐ 2.
Gengið er meðfram húsinu austan megin að íbúð tvö. Komið er inn í forstofu með fatahengi, flísar á gólfi. Hol með parketi á gólfi. Eldhús með hvítri innréttingu, tengi fyrir uppþvottavél, flísar á gólfi. Rúmgóð stofa og borðstofa með parketi á gólfi. Herbergi með parketi á gólfi. Baðherbergi með sturtu, flísar á gólfi og veggjum. Steypt verönd við inngang.
ÍBÚÐ 3.
Íbúð þessi er byggð á milli bílskúrs og húss. Komið er inn í hol / eldhús með hvítri innréttingu, flísar á gólfi. Stofa og borðstofa með stórum gluggum, tvær hurðir út í garð, flísum á gólfi. Herbergi með flísum á gólfi. Baðherbergi með sturtu, flísar á gólfi. Innangengt er úr þessari íbúð inn í bílskúrinn sem er með rafmagni, hita og vatni, flísar á gólfi.
ANNAÐ:
Fallegur garður með mjög góðum geymsluskúr, hellulagt bílaplan.
Affall hitaveitu er lagt í bílaplanið, næst húsi og í alla gangstéttina framan við húsið svo það er alltaf snjólaust nema í allra versta veðri.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Skarphéðinsson lögmaður og löggiltur fasteignasali, í síma 8449591, tölvupóstur thorir@betristofan.is.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af ef að kaupum verður:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
18. okt. 2019
139.250.000 kr.
125.000.000 kr.
295.8 m²
422.583 kr.
15. jan. 2015
89.350.000 kr.
83.000.000 kr.
295.8 m²
280.595 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025