Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1981
66,9 m²
3 herb.
1 baðherb.
1 svefnh.
Bílastæði
Opið hús: 28. ágúst 2025
kl. 17:30
til 18:00
Opið hús: Frakkastígur 12, 101 Reykjavík, Íbúð merkt: 02 03 02. Eignin verður sýnd fimmtudaginn 28. ágúst 2025 milli kl. 17:30 og kl. 18:00.
Lýsing
Borg fasteignasala, kynnir til sölu fallega og bjarta 3ja herbergja íbúð á efstu hæð, með suðvestur svölum og stæði í lokaðri bílgeymslu, á frábærum stað við Frakkastíg 12A í 101 Reykjavík. Eignin er skráð 66,9 fm að stærð þar sem íbúðarrými er skráð 60,2 fm og sérgeymsla í sameign 6,7 fm. Risloft sem nýtt er sem stórt svefnherbergi er undir súð þannig að gólfflötur er stærri en uppgefnir fermetrar segja til um.
Nánari lýsing:
Gengið upp sameiginlegan snyrtilegan stigagang og inn í íbúð um sér inngang af svalagangi. Neðri hæð íbúðar er opin og björt með ljósu viðarparketi á gólfi og nýlegum ofnum að hluta og skiptist í anddyri, eldhús, borðstofu, setustofu og baðherbergi. Anddyri er snyrtilegt með fatahengi, opið er á milli stofu og eldhúss sem er með fallegri innréttingu, góðu vinnuplássi og eyju þar sem er helluborð og háfur/reykgleypir. Frá borðstofu er útgengt á inndregnar og skjólgóðar suðvestur svalir. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, er með steyptum sturtuklefa og nýlegum blöndunartækjum, handklæðaofni og innréttingu. Samkvæmt upphaflegum teikningum er gert ráð fyrir svefnherbergi þar sem í dag er setustofa og möguleiki er fyrir hendi að breyta því fyrirkomulagi til fyrra horfs. Á efri hæð íbúðar er stórt og rúmgott svefnherbergi sem er að hluta undir súð og gólfflöturinn því stærri en uppgefnir fermetrar segja til um. Herbergið er með góðum fataskápum og nýjum stórum Velux þakgluggum sem hleypa mikilli birtu inn í rýmið og veita gott útsýni til norður og suðurs.
Í sameign er sérgeymsla íbúðar, sameiginlegt þvottahús og sérbílastæði íbúðar í lokuðum bílakjallara.
Falleg eign á frábærum stað þar sem stutt er í alla verslun og þjónustu, menningu og iðandi mannlíf.
Nánari upplýsingar veita:
Úlfar Þór Davíðsson löggiltur fasteignasali í síma: 788-9030/ ulfar@fastborg.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði
Nánari lýsing:
Gengið upp sameiginlegan snyrtilegan stigagang og inn í íbúð um sér inngang af svalagangi. Neðri hæð íbúðar er opin og björt með ljósu viðarparketi á gólfi og nýlegum ofnum að hluta og skiptist í anddyri, eldhús, borðstofu, setustofu og baðherbergi. Anddyri er snyrtilegt með fatahengi, opið er á milli stofu og eldhúss sem er með fallegri innréttingu, góðu vinnuplássi og eyju þar sem er helluborð og háfur/reykgleypir. Frá borðstofu er útgengt á inndregnar og skjólgóðar suðvestur svalir. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, er með steyptum sturtuklefa og nýlegum blöndunartækjum, handklæðaofni og innréttingu. Samkvæmt upphaflegum teikningum er gert ráð fyrir svefnherbergi þar sem í dag er setustofa og möguleiki er fyrir hendi að breyta því fyrirkomulagi til fyrra horfs. Á efri hæð íbúðar er stórt og rúmgott svefnherbergi sem er að hluta undir súð og gólfflöturinn því stærri en uppgefnir fermetrar segja til um. Herbergið er með góðum fataskápum og nýjum stórum Velux þakgluggum sem hleypa mikilli birtu inn í rýmið og veita gott útsýni til norður og suðurs.
Í sameign er sérgeymsla íbúðar, sameiginlegt þvottahús og sérbílastæði íbúðar í lokuðum bílakjallara.
Falleg eign á frábærum stað þar sem stutt er í alla verslun og þjónustu, menningu og iðandi mannlíf.
Nánari upplýsingar veita:
Úlfar Þór Davíðsson löggiltur fasteignasali í síma: 788-9030/ ulfar@fastborg.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
22. nóv. 2013
61.900.000 kr.
25.700.000 kr.
50302 m²
511 kr.
17. apr. 2020
37.700.000 kr.
44.000.000 kr.
66.9 m²
657.698 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025