Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Ástþór Reynir Guðmundsson
Vigdís R. S. Helgadóttir
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir
Gylfi Jens Gylfason
Sigrún Matthea Sigvaldadóttir
Sveinn Gíslason
Páll Guðmundsson
Þórarinn Arnar Sævarsson
Berglind Hólm Birgisdóttir
Þorsteinn Gíslason
Guðrún Lilja Tryggvadóttir
Brynjar Ingólfsson
Guðný Þorsteinsdóttir
Bjarni Blöndal
Þorsteinn Ólafs
Þórdís Björk Davíðsdóttir
Vista
einbýlishús

Fagraberg 18

221 Hafnarfjörður

179.000.000 kr.

595.476 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2074618

Fasteignamat

156.150.000 kr.

Brunabótamat

152.800.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 1985
svg
300,6 m²
svg
8 herb.
svg
2 baðherb.
svg
5 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sérinngangur
Opið hús: 28. ágúst 2025 kl. 17:00 til 17:30

Opið hús: Fagraberg 18, 221 Hafnarfjörður. Eignin verður sýnd fimmtudaginn 28. ágúst 2025 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.

Lýsing

RE/MAX &  & BJARNÝ BJÖRG KYNNA: Fagraberg 18, fallegt og rúmgott 8 herbergja fjölskyldu hús á besta stað í Setberginu, Hafnarfirði. Húsið er skráð 300,6 fm þar af er bílskúr 33,3 fm. Eignin skiptist í efri hæð 172,3 fm og neðri hæð 95 fm með sérinngangi á jarðhæð. 
Eignin býður upp á mikla möguleika !
Seljendur eru að leita af minni eign og er því möguleiki á makaskipti. 

Bókið skoðun :  Bjarný Björg Arnórsdóttir lgf., í 694-2526 / bjarny@remax.is 

** SMELLTU HÉR og skoðaðu EIGNINA í 3-D, þrívíðu umhverfi.**
** SMELLTU HÉR og fáðu strax sölyfirlit sent **


Allar nánari upplýsingar veitir:
 Bjarný Björg Arnórsdóttir, lgf., í síma 694-2526 eða á bjarny@remax.is


Fasteignamat ársins 2026 er 173.850.000 samkvæmt Þjóðskrá Íslands.

Nánari lýsing:
Aðalhæðin samanstendur af anddyri, holi, borðstofu, stofu, eldhúsi, þvottahúsi, 2 svefnherbergjum, baðherbergi, svölum út frá svefnherbergisgangi og bílskúr.
Anddyri: er með flísum á gólfi og góðum fataskáp
Borðstofan: er björt með stórum gluggum og parket á gólfi
Stofan: gengið er niður nokkur þrep í hlýlega stofu með teppi á gólfi og innfelldri lýsingu.
Eldhúsið Er bjart með flísum á gólfi og rúmgóðri innréttingu, bakaraofn í vinnuhæð, helluborði og gluggum út í garð. Opið er úr eldhúsi inn í þvottahús. 
Þvottahúsið er með parketflísum á gólfi, innréttingu með vaski. Úr þvottahúsi er gengið út á plan og þaðan inn í bílskúrinn.
Sjónvarpshol : í miðrými hússins er gott sjónvarpshol, gengið er niður á neðri hæðina úr sjónvarpsholinu.
Hjónaherbergi 1#: Rúmgott og bjart með stórum hvítum fataskáp.
Barnaherbergi 2#: Rúmgott og bjart með hvítum fataskáp.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og veggjum, hvít innrétting með akrílplötu, upphengt salerni, baðkar með vatnsnuddi, sturta og handklæðaofn. Fjórir gluggar inn á baðherberginu, þar af tveir opnanlegir.
Svalir: gengið er út á svalir af svefnherbergisgangi og þaðan út í garð og á pallinn
Bílskúrinn: er rúmgóður með innréttingu, vask og sjálfvirkum hurðaropnara. Hleðslustöð er fyrir framan bílskúrinn.
Lóðin er vel skipulögð með stóru bílaplani einnig er hiti í tröppum og stétt fyrir framan húsið.

*** Samþykktar eldri teikningar liggja fyrir um að byggja sólskála sem myndi stækka húsið ennþá meira og býður uppá marga möguleika.  Í sólskála er gert ráð fyrir arni.***
 
Neðri hæðin samanstendur af anddyri, holi, 3 herbergjum, baðherbergi, eldhúsi og 2 geymslum.
Anddyri: Er rúmgott með parketi.
Herbergi 3# er stórt með parket á gólfi, ýmsir nýtingarmöguleikar. Innangengt er inn í geymslu úr herberginu.
Herbergi 4# er rúmgott með fataskáp, parket á gólfi.
Herbergi 5# er rúmgott með fataskáp, parket á gólfi.
Eldhúsið ( Herbergi 6# ) er rúmgott með hvítri innréttingu og vask og parket á gólfi.
Baðherbergið er flísalagt með upphengdu salerni og sturtu.
Geymsla 1#: góð geymsla er undir stiganum.
Geymsla 2#: er innan af stóra herberginu
Gólfhiti er á neðri hæðinni nema í stóra herberginu, geymslu og holi.
Garðurinn er gróinn með fallegum palli á móti suðri og heitum potti.
 Fallegt hús á afar eftirsóttum stað sem hugsað hefur verið vel um í gegnum tíðina, eign sem vert er að skoða.
 
*** Samþykktar eldri teikningar liggja fyrir um að byggja sólskála sem myndi stækka húsið ennþá meira og býður uppá marga möguleika.  Í sólskála er gert ráð fyrir arni.***

SKOÐAÐU EIGNINA Í 3D – ÞITT EIGIÐ OPIÐ HÚS ÞEGAR ÞÉR HENTAR

Allar nánari upplýsingar um eignina veita:
Bjarný Björg Arnórsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 694-2526 eða á netfangið bjarny@remax.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
__________________________

Ertu í söluhugleiðingum? 
Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá. Hafið samband og við verðmetum þína eign þér að kostnaðarlausu

__________________________

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er af heildarfasteignamati - Einstaklingar 0,8% - Fyrstu kaupendur 0,4% - Lögaðilar 1,6%.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk

 

RE/MAX

RE/MAX

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
phone
RE/MAX

RE/MAX

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
phone