Opið hús: Reynimelur 44, 107 Reykjavík, Íbúð merkt: 01 02 01. Eignin verður sýnd mánudaginn 8. september 2025 milli kl. 17:30 og kl. 18:00.
Lýsing
Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 120,5fm. og þar af er bílskúr 33,6fm. og geymsla 1,3fm.
Fasteignamat fyrir árið 2026 verður 88.400.000kr.
Nánar um eignina:
Anddyri með innbyggðum fataskáp og parket á gólfi.
Stofa er björt og rúmgóð með parketi á gólfi. Rennihurð skilur að stofu og eldhús.
Eldhús með góðri innréttingu, innbyggðum skápum, uppþvottavél, helluborð, gufugleypir, fallegur horngluggi og parket á gólfi.
Hjónaherbergi mjög rúmgott með góðu skápaplássi og parketi á gólfi. Útgengt er út á svalir úr herberginu með tvöfaldri svalahurð.
Svefnherbergi rúmgott með parketi á gólfi.
Baðherbergi er með baðkari, opnanlegum glugga, góð innrétting, tengi fyrir þvottavél og þurrkara inn í innréttingu, flísar á hluti veggja og gólfi.
Geymsla íbúðar er í kjallara hússins með glugga.
Bílskúr með nýlegri bílskúrshurð, rafmagnsopnari, gluggum, heitt og kalt vatn. Bílaplan fyrir framan hús og bílskúr var hellulagt árið 2024.
Í sameign í kjallara eru sameiginlegt þvottahús þar sem hver íbúð er með sér tengi.
Snyrtileg sameign.
Garðurinn er í mjög góðri rækt og er aðkoma að húsinu glæsileg.
Endurbætur á húsinu síðustu árin:
2022
*Viðgerð á múr og steinsteypu
*Hús og bílskúr steinað
*Endurnýjun glugga og opnanlegra faga, ásamt gluggaviðgerðum - Gluggar íbúðar voru þegar endurnýjaðir nokkrum árum áður og metnir í góðu ástandi, því ekki þörf á frekari viðhaldi.
*Endurnýjun niðurfallsröra, brunna og skemmdra þakrenna
*Málun tréverks og þaks, ásamt sílanböðun viðgerða
2023
*Endurnýjun skólplagnar
*Drenað í kringum húsið
*Ný bílskúrshurð
2024
*Garður tekinn í gegn, nýtt gras og hellulögn
*Innkeyrsla hellulögð
2025
*Húsið endursteinað vegna galla í fyrri framkvæmd
að auki hefur rafmagnstafla verið endurnýjuð í húsinu og dyrasími.
Allar nánari upplýsingar veitir Kristján Baldursson hdl. og löggiltur fasteignasali í síma 8673040 eða á netfanginu kristjan@trausti.is eða Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 899-5949 eða á netfanginu gudbjorg@trausti.is
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.