Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1968
224,8 m²
6 herb.
2 baðherb.
3 svefnh.
Þvottahús
Bílskúr
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Glæsilegt og mikið endurnýjað um 225 fm endaraðhús á fjórum pöllum á þessum frábæra stað í Fossvoginum. Þrjú svefnherbergi, bjartar stofur og fallegur suðurgarður með nýlegum pöllum, skjólveggjum, heitum potti og 15 fm gróðurhúsi með steyptri plötu. Sérstæður bílskúr fylgir eigninni.EIGNIN VERÐUR SÝND SKV. BÓKUN SUNNUDAGINN 21/9.
Lilja s. 649-3868 eða lilja@eignamidlun.is
Eignin skiptist í eldhús, stofur, þrjú svefnherbergi, sjónvarpshol, baðherbergi, gestasnyrtingu, þvottahús með sturtu og sérstæðan bílskúr. Auðveldlega er hægt að breyta sjónvarpsholi aftur í 1-2 tvö herbergi eins og upprunaleg teikning gerir ráð fyrir.
**Sækja söluyfirlit**
Nánari lýsing:
Forstofa: Flísar á gólfi og rúmgóður fataskápur.
Gestasnyrting: Flísalögð í hólf og gólf með glugga, vaski og upphengdu salerni.
Hol: Mjög bjart, flísalagt hol með gólfsíðum glugga sem tengir saman rýmin.
Eldhús: Fallegt, opið eldhús með smekklegum, grátóna innréttingum með góðu skápaplássi. Stór eyja er í miðju rýmis með helluborði. Blásturs- og örbylgjuofnar í vinnuhæð og innbyggð uppþvottavél. Eldhúsið er afar bjart og rúmgott með stórum gluggum. Snallstýring á ledlýsingu.
Stofa/borðstofa: Frá holi er gengið upp í stórar og bjartar, parketlagðar stofur með miklum gluggum til suðurs. Aukin lofthæð er í stofunni og fallegt útsýni. Fallegar, sérsmíðaðar hillur eru í stofu. Útgengi er frá stofu á stórar suðursvalir. Snjallstýring er á screen gardínum í stofu sem og ledlýsingu.
Fallegur, parketlagður stigi liggur niður á neðri hæð hússins. Glerhandrið og innfelld lýsing.
Hol: Parketlagt hol neðri hæðar tengir saman rýmin þar sem pláss er t.d. fyrir vinnuaðstöðu.
Hjónaherbergi (1): Mjög rúmgott með veglegu teppi á gólfi, stórum fataskápum og innfelldri lýsingu.
Baðherbergi: Afar glæsilegt og nýlega endurnýjað með stórri sturtu, baðkari, veglegri hnotuinnréttingu frá Brúnás og steinborðplötu frá Steinlausnum. Upphengt smartsalerni og handklæðaofn. Innbyggð Vola blöndunartæki og snjalllýsing.
Svefnherbergi (2): Rúmgott með parketi á gólfi, fataskáp.
Svefnherbergi (3): Rúmgott með parketi á gólfi og fataskáp.
Þvottahús: Við hlið hjónaherbergis er rúmgott þvottahús með góðri innréttingu. Walk-in sturta er einnig staðsett í þvottahúsi.
Garður: Afar fallegur og sólríkur suðurgarður með pöllum, skjólveggjum og heitum potti. Nýlegt 15 fm gróðurhús er á lóð sem steyptri plötu og búið er að leggja fyrir hita í plötu. Útgengi er í garðinn frá sjónvarpsholi.
Hleðslustöð: Er staðsett fyrir framan hús.
Bílskúr: Er staðsettur í bílskúrslengju við enda botnlanga. Skráður 22,9 fm. með hita og rafmagni og rafstýrðri hurð. Sérstæði fyrir framan bílskúr.
Framkvæmdir og viðhald:
Flest gler í gluggum hafa verið endurnýjuð á undanförnum árum. Samhliða breytingum/endurbótum á eldhúsi og baðherbergi voru neysluvatnslagnir endurnýjaðar og eru með forhitara. Frárennsli hefur að mestu verið endurnýjað.
Skipt var um járn á þaki í kringum 1995.
Nánari upplýsingar veita:
Lilja Guðmundsdóttir - Löggiltur fasteignasali í síma 649-3868 eða lilja@eignamidlun.is
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
23. okt. 2019
85.800.000 kr.
99.500.000 kr.
224.8 m²
442.616 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025