Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Guðrún Hulda Ólafsdóttir
Ólafía Ólafsdóttir
Vista
svg

989

svg

889  Skoðendur

svg

Skráð  22. sep. 2025

einbýlishús

Akrasel 19

109 Reykjavík

168.900.000 kr.

524.534 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2055143

Fasteignamat

137.950.000 kr.

Brunabótamat

128.500.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 1978
svg
322 m²
svg
7 herb.
svg
2 baðherb.
svg
5 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Útsýni

Lýsing

Einbýlishús með ýmsum möguleikum og bílskúr ásamt stórum garði með sólstofu á mjög skjólsömum stað í höfuðborginni laust til afhendingar fyrir jól.  Fasteignamat næsta árs er 155.050.000
Guðrún Hulda Ólafsdóttir, lögmaður og löggiltur fasteignasali sími 8457445 og gudrun@logheimili.is og Lögheimili kynna í einkasölu:

Bjart, stórt og vel skipulagt einbýlishús á 2 hæðum með innbyggðum bílskúr.  Húsið er reisulegt og stendur hátt á  skjólgóðri og  lóð sem er 908fm. Garðurinn er gróinn og fallegur með góðri verönd, sólstofu og ræktunarkössum.  Frágangur á lóða að framanverðu er steypt/hellulagt plan en afgangsvatns hússins er nýtt til að hita hið hellulagða bílaplan.  Bílastæði fyrir 3 bíla framan við húsið.

Kaupendur athugið að opinber heildarstærð hússins er uppgefin 250 fm sem skiptist í efri hæð 151 fm, jarðhæð 60 fm auk bílskúrsins sem er skráður 33 fm.  Talsvert fleiri fermetrar eru á jarðhæðinni en opinberar tölur gefa til kynna en sjá má viðbótarrými á teikningu sem er viðhengd með myndunum.  Rýmið er gróflega um 60 fm sem gerir húsið yfir 300 fm.  Sólstofa á baklóð er um 12 fm og telst einnig ekki til fermetra skv. fasteignaskrá.

Bókið skoðun hjá Guðrúnu Huldu Ólafsdóttur, s. 8457445 eða á netfanginu gudrun@logheimili.is

Nánari lýsing
Neðri hæðin/jarðhæðin: 
Aðalinngangur hússins er frá hellulögðu upphituðu bílaplani.   Á hæðinni eru 2 svefnherbergi og gestasalerni, rúmgott þvottahús með góðri sturtu og innangengt í bílskúr. Að auki er um 60 fm rými sem er óskráð sem nýtt er að mestu sem geymslur í dag.

Aðalhæðin (efri hæð):
Alrými:  Stofa/borðstofa og miðrými.  Stúkað af með léttum veggjum á milli burðarbita en auðvelt er að opna á milli ef þess er óskað.  Útgengt er út á norð- vestursvalir.  Arinn í stofu.
Eldhús:  Hefur verið endurnýjað með fallegri hvítri innréttingu og parketi á gólfi.  Spanhelluborð með viftu og bakarofn.  Tengi fyrir uppþvottavél.  Ísskápur getur fylgt.  Úr eldhúsi er útgengt út í bakgarð.
Svefnherbergisgangur:  3 svefnherbergi sem snúa upp í garð, hjónaherbergi með fataskápum og tvö önnur herbergi á svefnherbergisgangi.  útgengt er út í garð í góðri rækt, sem hýsir fallegt 12 fm gróðurhús (óskráð) og gróðurkassa.  
Baðherbergi:  Endurnýjað baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með baðkari og sturtuklefa.  
Gólfefni:  Flísar og parket
Bílskúr:  33 fm bílskúr með sjálfvirkri bílskúrshurðaopnun.  Gönguhurð.  Gólf steypt.
Húsið stendur vel gagnvart sól með bæði svalir og afskaplega skjólgóðan garð á fallegri stórri lóð sem er 925 fm.  Húsið hefur fengið gott viðhald.


Allar upplýsingar veitir:
Guðrún Hulda Ólafsdóttir, lögmaður og löggiltur fasteignasali á netfanginu:  gudrun@logheimili.is eða í síma 8457445

 

img
Guðrún Hulda Ólafsdóttir
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Lögheimili Eignamiðlun ehf
Hlíðasmára 2. 201 Kópavogur og Skólabraut 26, 300 Akranes
Lögheimili Eignamiðlun ehf

Lögheimili Eignamiðlun ehf

Hlíðasmára 2. 201 Kópavogur og Skólabraut 26, 300 Akranes
img

Guðrún Hulda Ólafsdóttir

Hlíðasmára 2. 201 Kópavogur og Skólabraut 26, 300 Akranes
Lögheimili Eignamiðlun ehf

Lögheimili Eignamiðlun ehf

Hlíðasmára 2. 201 Kópavogur og Skólabraut 26, 300 Akranes

Guðrún Hulda Ólafsdóttir

Hlíðasmára 2. 201 Kópavogur og Skólabraut 26, 300 Akranes