Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sigurbjörg Sigfúsdóttir
Sigurpáll Árni Aðalsteinsson
Helgi Steinar Halldórsson
Vista
svg

99

svg

87  Skoðendur

svg

Skráð  29. okt. 2025

einbýlishús

Krókeyrarnöf 10

600 Akureyri

160.000.000 kr.

649.878 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2308306

Fasteignamat

122.350.000 kr.

Brunabótamat

152.700.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 2008
svg
246,2 m²
svg
5 herb.
svg
3 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr

Lýsing

Kasa fasteignir 461-2010.

Krókeyrarnöf 10 - Virkilega vandað 5 herbergja 246,2 fm einbýlishús á einni hæð og með innbyggðum bílskúr í Naustahverfi.

Eignin skiptist í forstofu, gang, eldhús, stofu, baðherbergi, fjögur svefnherbergi(eitt skráð sem geymsla á teikningum), snyrtingu, þvottahús og bílskúr. Geymsluloft er yfir hluta bílskúrs.
 

Forstofa er með spónlögðum eikar skápum og flísum gólfi. 
Gangur er með flísum gólfi, næturlýsingu og innfelldri lýsingu í loftum. 
Eldhús er með vandaðri innréttingu og eyju með mjög góðu skápa- og bekkjarplássi. Dökkur steinn er á bekkjum og flísar á milli skápa. Stæði er innréttingu fyrir amerískan ísskáp og uppþvottavél. Siemens tæki. Lítið búr er inn af eldhúsinu.
Stofa er með flísum á gólfi og stórum gólfsíðum gluggum til tveggja átta. Aukin lofthæð er í stofunni og innfelld lýsing í loftum. Fallegur arinn er á vegg milli eldhúss og stofu. Rennihurð er úr stofunni út á steypta verönd þar sem er heitur pottur. 
Svefnherbergin eru fjögur, öll með parketi á gólfi og sérsmíðuðum spónlögðum eikar fataskápum. Innfelld lýsing er í loftum. Stærð herbergja er skv. teikningum. 10,6 - 12,0 - 12,0 og 15,3 fm.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf og með innfelldri lýsingu í lofti. Spónlögð eikar innrétting með dökkri bekkplötu og mjög góðu skápaplássi, upphengt salerni, handklæðaofn, baðkar og rúmgóð sturta með innfelldum tækjum. Hurð er út af baðherberginu út á verönd. 
Snyrting er við hliðina á forstofunni með flísum á gólfum, innréttingu, upphengdu salerni og opnanlegum glugga. 
Þvottahús er með spónlagðri eikar innréttingu með stæði fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð og skolvaska. Útgengt er í þvottahúsinu til norðurs á steypta stétt þar sem eru þvottasnúrur, einnig er gengið í gegnum þvottahúsið þegar farið er inn í bílskúr. 
Bílskúr er skv. teikningum 40,8 fm að stærð og með breiðri rafdrifinni innkeyrsluhurð. Flísar eru á gólfi og vönduð lýsing í loftum. Sér gönguhurð. 3ja fasa tenglar eru í bílskúrnum. Geymsluloft er yfir hluta bílskúrs og er lofthæðin þar 1,42 m. Ein talía mun fylgja með við sölu eignar til að hífa dót upp á geymsluloftið. Fyrir framan er steypt bílaplan með hitalögnum í að stærstum hluta, lokað kerfi. Steypt stétt/plan er með norðurhlið hússins og að þvottahúsi. 

- Húsið var múrviðgert og málað að utan sumarið 2024.
- Steypt þak.
- Hvítir plast gluggar eru í húsinu. 
- Þjófa- og brunavarnarkerfi.
- Hitalagnir eru í stærstum hluta af bílaplani, í hluta af stétt við forstofu og gönguleið frá baðherbergi og að heitum potti. 
- Einkar vel skipulögð og fjölskylduvæn eign á rólegum stað.
- Allar innréttingar eru spónlagðar með eik og smíðaðar af trésmiðjunni Ölri.
- Hiti er í gólfum.
- Innfelld lýsing er í helstu rýmum og aukin lofthæð. 
- Steypt stétt er hringinn í kringum húsið og steypt verönd með steyptum skjólveggjum og heitum potti er á baklóðinni.
- Falleg og vel hirt lóð með fjölbreyttum trágróðri meðal annars eplatré.

Nánari upplýsingar í síma 461-2010 eða kasa@kasafasteignir.is

------------

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Kasa fasteignir benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald sýslumanns af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati eignar.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

img
Sigurbjörg Sigfúsdóttir
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Kasa fasteignir
Ráðhústorgi 1, 600 Akureyri
Kasa fasteignir

Kasa fasteignir

Ráðhústorgi 1, 600 Akureyri
phone
img

Sigurbjörg Sigfúsdóttir

Ráðhústorgi 1, 600 Akureyri
Kasa fasteignir

Kasa fasteignir

Ráðhústorgi 1, 600 Akureyri
phone

Sigurbjörg Sigfúsdóttir

Ráðhústorgi 1, 600 Akureyri