Opið hús: Sólheimar 23, 104 Reykjavík, Íbúð merkt: 01 01 05. Eignin verður sýnd fimmtudaginn 13. nóvember 2025 milli kl. 17:30 og kl. 18:00.
Lýsing
Eignin er skráð skv. Fasteignaskrá HMS 128,1 fm. en geymsla íbúðar er ekki inn í birtri stræð eignarinnar.
Nánari lýsing;
Forstofa með djúpum geymsluskáp og parket á gólfi.
Hol fyrir framan eldhús/herbergi er með góðum skápum.
Eldhús með snyrtilegri innréttingu, tengi fyrir uppþvottavél, rúmgóðum eldhúskrók, nýleg eldhústæki, spanhelluborði og ofn, gufugleypir gluggi með opnanlegu fagi.
Stofa rúmgóð og björt með parketi á gólfi. Áður var opið á milli stofu og borðstofu og því auðvelt að opna aftur á milli og stækka stofuna. Útgengt er út á skjólgóðar svalir úr stofunni sem snúa mót suðri.
Borðstofa er í dag nýtt sem rúmgótt unglingaherbergi.
Hjónaherbergi rúmgott með nýlegum fataskápum.
Herbergi II rúmgott með skáp og parket á gólfi.
Herbergi III með skáp og parket á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt, nýlega innréttað (2024) með bakari og upphengdri sturtu, innréttingu og opnalegum glugga.
Þvottahús er innan íbúðar með glugga, það var áður herbergi og því hægt að breyta aftur til fyrra horfs, einnig sameiginlegt þvottahús í sameign með sameiginlegum þvottavélum og þurrkara.
Parket er á gólfum íbúðar fyrir utan baðherbergi sem er flísalagt og þvottaherbergi sem er með flotað gólf.
Geymsla íbúðar er í kjallara hússins sem ekki er inn í fermetratölu eignarinnar.
Í sameign eru tvær hjólageymslur og dekkjageymsla og þvottahús.
Húsvörður er starfandi í húsinu og ser um öll þrif á sameign, umhirðu lóðar, snjómokstur og minni háttar viðhald enda er ástand hússins og sameignar til fyrirmyndar.
Húsið var allt tekið í gegn að utan á árunum 2016-2019. Húsið múrviðgert, málað og skipt um alla glugga að undanskildum borðstofuglugga sem er í skjóli undir svölum. Þá var yfirfarið og lagað eftir þörfum. Húsvörður er starfandi í húsinu. Fjórar rafhleðslustöðvar eru við húsið.
Allar frekari upplýsingar veitir Þóra Birgisdóttir í s. 777-2882 eða thora@esjafasteignasala.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Esja fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.