Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Ástþór Reynir Guðmundsson
Vigdís R. S. Helgadóttir
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir
Gylfi Jens Gylfason
Sigrún Matthea Sigvaldadóttir
Sveinn Gíslason
Páll Guðmundsson
Þórarinn Arnar Sævarsson
Berglind Hólm Birgisdóttir
Þorsteinn Gíslason
Guðrún Lilja Tryggvadóttir
Brynjar Ingólfsson
Guðný Þorsteinsdóttir
Bjarni Blöndal
Þorsteinn Ólafs
Þórdís Björk Davíðsdóttir
Jóhann Kristinn Jóhannesson
Bjarný Björg Arnórsdóttir
Salvör Þóra Davíðsdóttir
Magga Sigríður Gísladóttir
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 2000
svg
149 m²
svg
4 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Sameiginl. inngangur
Opið hús: 15. nóvember 2025 kl. 14:00 til 14:30

Opið hús: Ljósalind 4, 201 Kópavogur, Íbúð merkt: 301. Eignin verður sýnd laugardaginn 15. nóvember 2025 milli kl. 14:00 og kl. 14:30.

Lýsing

Hilmar Arnarson og Sveinn Gíslason lögmaður/löggiltur fasteignasali ásamt RE/MAX kynna:
Virkilega fallega og vel skipulagða, fjögurra herbergja endaíbúð á þriðju/efstu hæð (tvær hæðir frá götu), í fallegu litlu fjölbýli að Ljósalind 4, 201 Kópavogi.

Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál íbúðarinnar 123 fm þar af er íbúðin 120,7 fm ásamt 2,3 fm sérgeymslu, ásamt 26 fm bílskúr á sér fastanúmeri. Eigninni fylgja tvær geymslur, önnur innan íbúðar, ásamt 26 fm bílskúr og sérbílastæði.


Allar nánari upplýsingar veitir Hilmar Arnarson 823-3673 eða á hilmar@remax.is

Niðurlímt viðarparket í síldarbeinamynstri, innbyggðar hillur og skápar, niðurtekin loft með innfelldri lýsingu, skrautlistar og franskar rennihurðar ásamt hærri hurðargötum setja svip sinn á íbúðina en Rut Káradóttir, innanhúsarkitekt kom að innanhúshönnun íbúðarinnar.

Fallegt útsýni til sjávar af rúmgóðum svölum til suð-vesturs, þar sem búið er að koma upp svalalokun.
Björt og skemmtileg eign á þessum vinsæla stað í Lindahverfinu. Stutt er í alla helstu þjónustu. Grunnskóli, leikskólar, verslanir og sundlaug í göngufæri.


Nánari lýsing eignar:
Forstofan: er með ljósum flísum sem fljóta inn í eldhús og borðstofu. Góður innbyggður fataskápur.
Geymsla innan íbúðar: úr forstofu er gengið inn í rúmgóða geymslu skráð 6.11 fm með flísum á gólfi og fatahirslum.
Stofa/alrými: mjög rúmgott og bjart stofurými með gluggum í suður/vestur og fallegu útsýni. Innbyggðar hillur úr hnotu, hannaðar af Rut Kára ásamt niðurtekinni lýsingu. Niðurlímt síldarbeina-parket flæðir um alrými og inn í svefnherbergin. Virkilega smekklegur kaffi/vínbar hefur verið settur upp í stofurýmið með led lýsingu og stein á borði.
Borðstofan: flísar á gólfi, hægt að ganga frá alrými og eldhúsi um franska rennihurð sem gengur inn í vegginn. Fallegt útsýni til vesturs og út á sjó. 
Svalir: gengið er út á mjög rúmgóðar L-laga svalir með svalalokun, frá borðstofu.
Eldhúsið: flísar á gólfi, falleg eldhúsinnrétting úr hnotu, granít borðplötur, ofnar í vinnuhæð, keramik helluborð og háfur.
Þvottahús: innaf eldhúsi er þvottahús með góðu skápaplássi. Innrétting fyrir vélar í vinnuhæð.
Hjónaherbergið: er rúmgott, með parketi á gólfi og góðum fataskáp.
Barnaherberg I: er með parketi á gólfi og góðum skáp.
Barnaherbergi II: er með parket á gólfi og góðum skáp.
Baðherbergið: er flísalagt í hólf og gólf. Upphengt klósett, baðkar og sturta. Gott skápapláss, granít borðplata með undirlímdri handlaug. 
Geymsla 2.3 fm fylgir íbúðinni og er staðsett í sameign á 1.hæð.
Bílskúr: Flísalagður með opnanlegum gluggum og þakgluggum. Heitt og kalt vatn er til staðar í bílskúrnum. Rafdrifin bílskúrshurð.

Viðhald sl. ára
2019 var húsið sílanborið og gluggar málaðir
2025 var parket pússað upp og lakkað
2025 var öll íbúðin máluð

Allar upplýsingar veitir Hilmar Arnarson aðstoðarmaður fasteignasala, Hilmar@remax.is, sími 823-3673 og Sveinn Gíslason lögmaður/löggiltur fasteignasali sveinn@remax.is sími 859-5559.
Remax fasteignasala sími 477-7777. www.remax.is

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv. gjaldskrá lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

img
Sveinn Gíslason
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
RE/MAX
Skeifunni 17, 108 Reykjavík
RE/MAX

RE/MAX

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
phone
img

Sveinn Gíslason

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
13. des. 2024
85.150.000 kr.
105.000.000 kr.
20301 m²
5.172 kr.
25. júl. 2012
25.500.000 kr.
36.000.000 kr.
149 m²
241.611 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
RE/MAX

RE/MAX

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
phone

Sveinn Gíslason

Skeifunni 17, 108 Reykjavík