Lýsing
Bjarta og fallega þriggja herbergja 144,1 fm útsýnisíbúð á 3. hæð við Kristnibraut 12 í Reykjavík. Eigninni fylgir bílskúr.
Íbúðin er 110,9 fm, geymsla í kjallara er 8,0 fm og bílskúrinn er 25,2 fm. Lyfta er í húsinu.
Eignin skiptist í anddyri og gang, tvö svefnherbergi, stofu, eldhús, þvottahús, baðherbergi, geymslu og bílskúr.
✅ Björt þriggja herbergja íbúð með bílskúr
✅Stór stofa með fallegu útsýni í norður og suður
✅ Þvottahús innan íbúðar og geymsla í kjallara
✅ Örstutt frá GR golfvellinum í Grafarholti
✅ Skóli og leikskóli nálægt og fljótlegt að fara út á stofnbrautir
Nánari lýsing
Anddyri: með flísum á gólfi og stórum fataskáp.
Alrými: Björt og rúmgóð stofa og borðstofa, parket á gólfi. Úr stofu er útgengi á suðursvalir. Útsýni í norður og suður.
Eldhús: Innréttingar á tveimur hliðum með góðu geymslurými og flísum á milli skápa, bakarofn í vinnuhæð, helluborð, gufugleypir, tengi fyrir uppþvottavél og ísskáp.
Þvottahús: Er inn af eldhúsi, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, vinnuborð, vaskur, efri skápar og áfastar hillur.
Baðherbergi: Er fyrir miðju íbúðar, flísalagt í hólf og gólf, hvít innrétting og línskápur, speglaskápur, upphengt salerni, sturtuklefi og handklæðaofn.
Svefnherbergi: Tvö rúmgóð svefnherbergi, stórir fataskápar í hjónaherbergi.
Geymsla: Staðsett í kjallara.
Bílskúr: Rúmgóður bílskúr út í götu með rafndrifnum hurðaopnara, heitt og kalt vatn.
Sameignleg hjóla- og vagnageymsla í sameign.
Staðsetning
Um er að ræða bjarta og rúmgóða þriggja herbergja útsýnisíbúð á góðum stað í Grafarholtinu, örstutt frá GR golfvellinum í Grafarholti.
Endurbætur
Húsið var tekið í gegn að utan árið 2023, gluggum skipt út sem þurfti, sprunguviðgert og málað, svalir lagaðar, samkvæmt ástandsskýrslu frá Verksýn í ágúst 2022.
Þakið var lagað árið 2019 til 2020.
Hleðslustöðvar við húsið voru settar upp haustið 2025.
í stigaganginum var skipt um dyrsímakerfi sumarið 2025.
Afhending
Eignin er tilbúin til afhendingar eftir samkomulagi.
Sækja HÉR söluyfirlit samstundis
Hafðu samband fyrir nánari upplýsingar og skoðun:
Júlíus Jóhannsson, löggiltur fasteignasali – 823-2600 / julius@landmark.is
Monika Hjálmtýsdóttir, löggiltur fasteignasali og viðskiptafræðingur – 823-2800 / monika@landmark.is
Láttu okkur sjá um söluna fyrir þig – við veitum þér faglega söluráðgjöf
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat