Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1970
220,6 m²
6 herb.
2 baðherb.
2 svefnh.
Þvottahús
Bílskúr
Sérinngangur
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Kjalarland 27, 220.6 fm endaraðhús fyrir neðan götu sem hefur nánast verið endurnýjað frá A-Ö á síðustu árum, ásamt því að garður var endurnýjaður.Húsið skiptist þannig: Gengið er inn á miðpall þar er anddyri og snyrting, rúmgott opið eldhús og borðaðstaða. Þar fyrir ofan er rúmgóð stofa með arni og útgengt út á svalir. Á neðri hæðinni er hjónaherbergi (sem mætti skipta í tvö) stórt baðherbergi, hol með rennihurð út í garð, stórt svefnherbergi bakatil og þvottahús/geymsla. Bílskúr stendur í bílskúrslengju rétt við húsið.
Smelltu hér til að sækja söluyfirlit.
Hér koma upplýsingar um þær breytingar og það sem hefur verið endurnýjað á sl. árum.
Neysluvatnslagnir endurnýjaðar.
Skolp endurnýjað og annað myndað.
Frárennsli út í götu.
Rafmagnslagnir og tafla endurnýjuð.
Gluggar og gler endurnýjað að sunnanverðu.
Öll gólfefni endurnýjuð og hurðar, eikarparket er á flestum gólfum í alrými (Birgisson). Stigi með nýju stigahandriði, mjúkt og gott teppi á stiga.
Hitaveita + gólfhiti settur í gólf.
Allt í eldhúsi, borðplötur eru Grey Carrara marmari frá Fígaró, þykkar og setja töluverðan svip á eldhúsið. Tveir ofnar (AEG), span helluborð með innbyggðri viftu (Airforce), innbyggð uppþvottavél (Samsung) og tvöfaldur ísskápur (Samsung). Innréttingar smíðaðar í Fagus.
Baðherbergi tekið í gegn, flísar á gólfum, öll tæki úr Tengi.
Einangrun í lofti og hljóðeinangrandi loftaefni sett í loftið (Bigisson). Innfelld loftalýsing.
Húsið múrviðgert og málað.
Austur veggur hefur verið klæddur.
Þak málað og nýjar þakrennur.
Garður: Skipt um jarðveg og settur ca 100 fm timburpallur með heitum og köldum potti.
Bílskúr: Ný bílskúrshurð, 3 fasa rafmagn, hver skúr á eigin lekaliða, gert ráð fyrir hleðslustöð.
Helga Sig hönnuður sá um innanhúss hönnunina.
Húsið er mjög vel staðsett örstutt er í leikskóla og skóla, verslun, þjónustu og útivistarleiðum.
Nánari upplýsingar veitir Kjartan Hallgeirsson Löggiltur fasteignasali, í síma 824-9093, tölvupóstur kjartan@eignamidlun.is eða skrifstofa Eignamiðlunar í síma 588-9090
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum
eru grunnur að farsælum viðskiptum.
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
10. júl. 2020
91.750.000 kr.
87.000.000 kr.
220.6 m²
394.379 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2026