Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1967
53,4 m²
3 herb.
1 baðherb.
2 svefnh.
Útsýni
Sameiginl. inngangur
Opið hús: 19. janúar 2026
kl. 16:00
til 16:30
Opið hús: Eignin verður sýnd mánudaginn 19. janúar 2026 milli kl. 16:00 og kl. 16:30.
Lýsing
Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala
Skarðshlíð 15 - 302
Um er að ræða snyrtilega og mikið endurnýjaða 53,4 fm. þriggja herbergja íbúð á 3. hæð. Auk þess er um 5 fm. sér geymsla í sameign ásamt dekkja-, vagna- og hjólageymslu. Eignin var áður með einu svefnherbergi en eldhús var fært inn í stofu og útbúið annað svefnherbergi.
Íbúðin skiptist í anddyri, baðherbergi, tvö svefnherbergi, stofu og eldhús í opnu rými.
Anddyri með flísum á gólfi og fallegu opnu fatahengi með veggjaþiljum.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum. Baðkar með sturtutækjum, innrétting við vask með speglaskáp fyrir ofan og upphengt salerni. Stæði fyrir þvottavél á baðherbergi.
Svefnherbergin eru tvö, bæði með parket á gólfi, fataskápur í stærra herberginu. Innbyggð rennihurð í minna herberginu.
Eldhús og stofa í opnu rými með parket á gólfi. Nýtt eldhús með innbyggðum ísskáp og uppþvottavél sem fylgir. Laus eyja, möguleikar á að hafa hana á nokkra vegu. Útgengi út á svalir til suðurs með góðu útsýni.
Annað:
-2022 var farið í múrviðgerðir og málun á húsinu
-2022 útitröppur endursteyptar og lagaðar
-2023 var skipt um glugga og hurðir í húsinu
-2023 Mynddyrasími og rafbúnaður í stigagangi endurnýjaður
-Nýjar innihurðir sem og tenglar og rofar hafa verið endurnýjaðir
-Frábær staðsetning í Glerárhverfi þar sem stutt er í leik- og grunnskóla, verslun og aðra þjónustu
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:
greta@byggd.is
olafur@byggd.is
bjorn@byggd.is
Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
27. jún. 2024
26.700.000 kr.
33.000.000 kr.
20302 m²
1.625 kr.
18. jan. 2023
22.950.000 kr.
25.000.000 kr.
53.4 m²
468.165 kr.
24. ágú. 2021
17.300.000 kr.
18.500.000 kr.
53.4 m²
346.442 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2026