Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1905
290,3 m²
8 herb.
4 baðherb.
5 svefnh.
Þvottahús
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Glæsilegt einbýlishús á eignarlóð með þremur auka íbúðum. Íbúðarhúsið er byggt árið 1905 og var teiknað af Rögnvaldi Ólafssyni sem oft hefur verið titlaður sem fyrsti íslenski arkitektinn. Byggingarréttur er á öðru húsi á lóð.Bókið skoðun:
Kjartan s. 824-9093 eða kjartan@eignamidlun.is
Lilja s. 649-3868 eða lilja@eignamidlun.is
**Sækja söluyfirlit**
Eignin samanstendur af 182,3 fm. einbýli á þremur hæðum, 82,0 fm íbúðarrými í kjallara og 26,0 fm. útihúsi. Samtals 290,3 fm. Lóðin er 413,0 fm. eignarlóð.
Miðhæð: Komið er inn í rúmgott bíslag sem byggt var 1982 með náttúruflísum á gólfi og góðri lofthæð. Falleg tvöföld hurð. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með baðkari, handklæðaofni og upphengdu salerni. Björt stofa og borðstofa með upprunanlegum gólffjölum og góðri lofthæð. Nýtt eldhúsi frá 2012. Gashelluborð, stór ofn, gufugleypir og gott borð- og skápapláss. Þvottahús inn af eldhúsi með innréttingu. Útgengt á tæplega 80 fm. sólríkan sólpall sem vísar til suðurs og þaðan niður í garðinn.
Efsta hæð: Gott alrými með mikilli lofthæð, nýtt í dag sem vinnuaðstaða. Lítið mál að standsetja svalir til norðurs. Tvö svefnherbergi með gólffjölum, annað með stórum skáp. "Nætur"-salerni með flísum. Stigi upp í gott svefnrými í rislofti. Hvíttuð eik á gólfi.
Neðsta hæð: Sérinngangur í kjallara. Komið er inn í stórt anddyri með mikilli lofthæð, góðum skápum og geymslu inn af. Tvær útleiguíbúðir, annars vegar um 60 fm. nýuppgerð tveggja herbergja íbúð. Flot á gólfi, baðherbergi með sturtuklefa og upphengdu salerni. Tengi fyrir þvottavél í eldhúsi. Fallegir upprunalegir hleðsluveggir. Hin einingin er rúmgóð, tæplega 70 fm. stúdíóíbúð, byggð 1982, með náttúruflísum á gólfi. Baðherbergi með tengi fyrir þvottavél.
Nýlegar raflagnir eru í öllu húsinu, ný rafmagnstafla auk nýrra ofna- og neysluvatnslagna.
Á lóð er lítið 26 fm. hús sem innréttað er sem stúdíóíbúð. Allt nýtt og vel skipulagt.
Útigeymsla á lóð með hita og vatni ásamt geymsluskúrs. Stór garður, hellulagður að hluta og sólpallur til suðurs.
Byggingarréttur fylgir fyrir tæplega 190 fm. hús á lóð númer 15. Búið er að gera deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina 2020-2021 og tók skipulagið gildi þann 2.september 2021.
Markmið skipulagsins er eftirfarandi:
1. Að aðskilja með skýrum hætti friðað íbúðarhús lóðarinnar frá væntanlegum nýbyggingum við norðurhlið. Það er gert með því að snúa mænisstefnu nýbyggingar samhliða Lindargötu og með því að aðskilja leyfilega nýtingu á lóðinni þannig að gamla húsið frá 1905 verður áfram skilgreint sem íbúðarhús en kjallari frá 1982 og væntanlegar nýbyggingar á skipulaginu fái skilgreiningar atvinnustarfsemi.
2. Að stækka byggingarreit nýbyggingar lítillega frá núgildandi skipulagi til að auðvelda nýtingu byggingarinnar.
3. Að bæta við byggingarreit á lóð vestan gamla hússins fyrir byggingu neðanjarðar með frágrafna hlið til norðurs.
4. Að bæta við einu bílastæði innan lóðar við suðurhlið gamla hússins með innkeyrslu frá Smiðjustíg.
5. Að fella niður kvöð í gildandi skipulagi um að nýbygging á lóðinni skuli vera bárujárnsklædd. Með breytingu þessari yrði efnisval utanhúss frjálst og þannig mögulegt að klæða viðbygginguna með nútímalegum klæðningum og þannig skýra betur mörk milli eldra hússins og nýbyggingarinnar.
Nánari upplýsingar:
Kjartan Hallgeirsson lögg. fasteignasali s. 824-9093 eða kjartan@eignamidlun.is
Lilja Guðmundsdóttir lögg. fasteignasali s. 649-3868 eða lilja@eignamidlun.is
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
17. des. 2014
76.700.000 kr.
115.500.000 kr.
290.3 m²
397.864 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2026