Borg Fasteignasala Síðumúla 23, 108 Reykjavík 5195500 - fastborg.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Úlfar Þór Davíðsson
Ingimar Ingimarsson
Héðinn Birnir Ásbjörnsson
Stefán Jóhann Ólafsson
Brandur Gunnarsson
Davíð Ólafsson
Gunnlaugur Þráinsson
Böðvar Sigurbjörnsson
Sigurður Fannar Guðmundsson
Bergþóra Heiða Guðmundsdóttir
Börkur Hrafnsson
Einar Pálsson

Heiði , 606 Akureyri Tilboð

401,9 m², einbýlishús, 10 herbergi

Borg fasteignasala ehf. kynnir fallegt einbýli með stórbrotnu útsýni yfir Akureyri og Eyjafjörðinn. 
Húsið stendur á 46.096,0 m2 eignarlandi, steypt hús á tveimur hæðum alls 309,5 m2 ásamt samliggjandi bílskúr, 92,4 m2. Eignin er öll hin vandaðsta með sérsmíðuðum föstum innréttingum frá Nomaco, gluggar eru með tvöföldu gasfylltu gleri  innfluttir frá Danmörku. Gluggar eru úr timbri með álklæðningu að utanverðu. Gólfhiti er á allri neðri hæðinni ásamt bílskúr og er tilbúin hitalögn í bílastæði framan við bílskúr. Gluggakistur eru frá Fantófell. Þakskygni er úr viðhaldsfríu efni með lýsingu, norðan, vestan og sunnan megin. Svört álklæðning er á þaki. Stuðlabergs arin í stofu og yfir eitt hundrað innfelld ljós í lofti fyrir utan vegg- og loftljós. Flestir gluggar eru bogadregnir. Hlaðin grjótveggur, kringum litla lóð er sunnan við veröndina. Verönd er afmörkuð að hluta með eins meters háum vegg úr sprengjugrjóti. Við verönd eru lagnir klárar fyrir heitan pott og liggur verönd sunnan við húsið með fallegu útsýni yfir lóðina, Akureyri og fram Eyjafjörð. Steypt stétt er framan við húsið.


Lýsing eignar:
Jarðhæð eignarinar er skráð samkvæmt fmr. 202,5 m2 að stærð.
Gengið er inn milli bílskúrs og íbúðar. Þar er rúmgóð þvottaaðstaða með föstum innrétingum, flísar á gólfi. Lítil geymsla er inn af þvottaaðstöðu og er þar útgengt á lóð til austurs.
Eldhús er með korkflísum á gólfi, stórri eyju með gas eldavél, mósaík flísar á veggjum við eldhúsbekk og Emerald Pearl granít á eyju og eldhúsbekk. Stór búrgeymsla er inn af eldhúsi.
Eitt svefnherbergi er á neðri hæð með olíuborið parkett á gólfi.
Snyrting er flísalögð með upphengt salerni og mósaík hlaðin vegg við salerni, vaskaborð með Emerald Pearl granít á borði, neðri skúffum og sturtu.
Breiður gangur liggur frá eldhúsi til suðurs eftir húsinu með olíuborið parkett á gólfi.
Andyri með föstum fataskáp og náttúrustein á gólfi og til móts við andyri er stór og breiður opinn stigi upp á efri hæð hússins. Stór gluggi er á stigahúsi sem nær frá gólfi til lofts.
Stofan eru stór með gluggum til þriggja átta, olíuborið parkett á gólfi og stuðlabergs arin. Sólstofa er sunnan við aðalrýmið niðurfelld um eina tröppu með flísum á gólfi og mjög stórum gluggum til þriggja átta.
Gengið er upp á efri hæð hússins um opninn stiga, borinn upp af stálvirki með timbur tröppum með 32 ljósum neðan í tröppum.

Efri hæð eignarinnar er skráð samkvæmt fmr 146,5 m2 að stærð.
Komið eru upp á breiðan gang með olíuborið parkett á gólfi. Allir gluggar efri hæðar eru bogadregnir nema tveir gluggar einn til suðurs og annar til norðurs.
Fimm stór svefnherbergi eru á efri hæð, öll með olíuborið pakett á gólfum og föstum fataskáp í hjónaherbergi.
Baðherbergi er með hornbaðkari, stjörnulýsing er í lofti hvelfingar við glugga, uppphengt salerni með mósaíkhlaðin kassa og vegg, gufusturtu klefi er í einu horni baðherbergis og vaskaborð með neðri skápum. Flísar á gólfi og veggjum.

Bílskúr er skráður samkvæmt fmr 92,4 m2 að stærð.
Þrjár innkeyrsluhurðir eru á bílskúr og flísar á gólfi, góð lofthæð. Steypt plata er yfir tveimur bilum bílskúrs með góðri lofthæð, steyptur veggur aðskilur bilin tvö frá þriðja bili og er steypt plata yfir 1/3 hluta þriðja bilsins. Innangengt er milli bílskúr og íbúðarhúss.

Húsið er steypt, á tveimur hæðum alls 309,5 m2 ásamt sambyggðum bílskúr, 92,4 m2. Allir útveggir eru byggðir með kubbamótum þar sem einangrun er 60 mm að utan, 110 mm steypa í miðjum vegg og 50 mm einangrun að innan. Allir útveggir eru múraðir að utan og innan. Gólfplata og söklar eru einangraðir með 75 mm plasteinangrun. Þak íbúðarhúss er einangrað með 200 mm þakull. 

Lóðin, er eignarlóð 46.096,0 m2 að stærð. Asparlína er frá norðri til suðurs við girðingu sem er á lóðarmörkum að austanverðu með trjábelti vestan við Aspirnar með ýmsum trjátegundum sem munu mynda fallegt og gott skjólbelti innan nokkurra ára.
Rotþró er suðvestan við húsið með góðu aðgengi. Gróin og falleg lóð með glæsilegu útsýni inn Eyjafjarðardali, yfir Akureyri og Eyjafjörðin. 

Allar nánari upplýsingar og tímapantanir á skoðun eignarinnar veitir Einar Pálsson, löggiltur fasteignasali í síma 857-8392 eða á netfanginu einar@fastborg.is og Böðvar Sigurbjörnsson, löggiltur fasteignasali í síma 660-4777 eða á netfanginu bodvar@fastborg.is

Sýna alla lýsingu
Reikna lán
 • Brunabótamat157.250.000 kr.
 • Fasteignamat100.400.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð 7. júl. 2022
 • Flettingar1783
 • Skoðendur1615
 • 401,9 m²
 • Byggt 2006
 • 10 herbergi
 • 2 baðherbergi
 • 6 svefnherbergi
 • Sérinngangur
 • Bílskúr
 • Þvottahús

Böðvar Sigurbjörnsson Löggiltur fasteignasali innan félags fasteignasala

Borg Fasteignasala
Síðumúla 23, 108 Reykjavík
bodvar@fastborg.is
660-4777
Senda fyrirspurn vegna Heiði, 606 Akureyri

Verð:Tilboð Stærð: 309.5 m² Tegund:Einbýli Herbergi: 10
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Borg Fasteignasala

Sími: 5195500
fastborg@fastborg.is
fastborg.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Úlfar Þór Davíðsson
Ingimar Ingimarsson
Héðinn Birnir Ásbjörnsson
Stefán Jóhann Ólafsson
Brandur Gunnarsson
Davíð Ólafsson
Gunnlaugur Þráinsson
Böðvar Sigurbjörnsson
Sigurður Fannar Guðmundsson
Bergþóra Heiða Guðmundsdóttir
Börkur Hrafnsson
Einar Pálsson

Eignin var skráð 7 júlí 2022
Síðast breytt 7 júlí 2022

Senda á vin eignina Heiði, 606 Akureyri

Verð:Tilboð Stærð: 309.5 m² Tegund:Einbýli Herbergi: 10
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Borg Fasteignasala

Sími: 5195500
fastborg@fastborg.is
http://fastborg.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Úlfar Þór Davíðsson
Ingimar Ingimarsson
Héðinn Birnir Ásbjörnsson
Stefán Jóhann Ólafsson
Brandur Gunnarsson
Davíð Ólafsson
Gunnlaugur Þráinsson
Böðvar Sigurbjörnsson
Sigurður Fannar Guðmundsson
Bergþóra Heiða Guðmundsdóttir
Börkur Hrafnsson
Einar Pálsson

Eignin var skráð 7 júlí 2022
Síðast breytt 7 júlí 2022

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store