Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Maríus Sævar Pétursson
Erla María Guðmundsdóttir
Vista
svg

909

svg

683  Skoðendur

svg

Skráð  27. des. 2023

fjölbýlishús

Uglugata 46A

270 Mosfellsbær

101.900.000 kr.

729.943 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2521983

Fasteignamat

35.750.000 kr.

Brunabótamat

0 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 2023
svg
139,6 m²
svg
5 herb.
svg
1 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sérinngangur

Lýsing

Eignamiðlun Suðurnesja kynnir Uglugötu 40-46, 270 Mosfellsbær.
 
Um er að ræða nýbyggingu með 8 íbúðum í tveimur opnum stigagöngum.
 
Vel vandaðar og skipulagðar þriggja til fimm herbergja íbúðir með aukinni lofthæð og stórum gluggum sem gerir þær bjartar með frábæru útsýni.
 
Staðsetningin er góð stutt í leik- og grunnskóla, íþróttamiðstöð og fallega náttúru með útivistarsvæði. Samgöngur til og frá svæðinu eru auðveldar. Stutt í alla helstu þjónustu.
 
Bílastæði eru 16 talsins á lóð sem tilheyra öllum kjarnanum við Uglugötu 40-46. Öll stæðin eru í óskiptri sameign allra eigna á lóðinni.
 
Íbúðum á 1.hæð er skilað með veröndum að aftan og svalir fylgja íbúðum á efri hæð.
 
Allar nánari upplýsingar í síma 894-2252 / 420-4050 og á netfangið: es@es.is

 
Nánari lýsing á eign 46A:
Uglugata 46A er íbúðar eign á fyrstu hæð 0104, birt stærð 139,6 fm. Eigninni tilheyrir sérafnotaflötur í garði á suð- vestur langhlið húss út frá stofu íbúðar merktur 0110 á teikningu og nær 3 metra frá húshlið.
Þá tilheyrir eigninni í sameign allra inntök/hjól&vagnar ( 0105, 0106 ), svalagangur (0205, 0206) og stigahús ( 0207,0208)
 
Almenn lýsing:
Gólfefni kemur frá Parka. Flísar eru af gerðinni Ares Light Grey 60 x 60 cm. Flísar eru á gólfum á baðherbergi/salerni, þvottahúsi og forstofu/anddyri. Flísar verður á tveimur veggjum þar sem sturtan er staðsett. Öðrum rýmum er ekki skilað með gólfefni.
Innréttingar eru sérsmíðaðar HTH innréttingar frá Ormsson, plasthúðaðar (CPL). Borðplata frá Ormsson er úr 40mm þykk plasthúðuð spónarplata (HPL). Eldhúsinnrétting skilast með vaski og blöndunartæki, spanhelluborði, eyjuháf, ofni með blæstri, innbyggðum ísskáp og innbyggðri uppþvottavél frá Ormsson. Innihurðir eru hvítar yfirfelldar hurði.
Sér þvottahús eru í öllum íbúðum, þá flísalögð með sömu gólfflísum og eru á baðherbergjunum.
 
Burðarkerfi húsanna eru steinsteypt. Útveggir eru einangraðir að utan og klæddir með vönduðum álklæðningum og lerki timburklæðningum. Allir gluggar eru úr ál/tré, að innan eru póstar og karmar úr tré, að utan eru þeir klæddir áli.
Burðarvirki þaks eru timbursperrur. Svalir eru forsteyptar með sléttu yfirborði. Handrið utanhúss er úr galvanhúðuðu stáli.
Íbúðir verða hitaðar upp með gólfhitakerfi. Öllum baðherbergjum verður skilað með handklæðaofnum. Heitt neysluvatn verður upphitað kalt vatn frá varmaskipti. Snjóbræðsla verður sett í gangstétt fyrir framan hús.
 
Bílastæði og innkeyrsla verður malbygguð en gangstétt/gönguleið að húsi verða hellulögð. Gras verður sett á aðra hluta lóðarinnar. Snjóbræðsla verður lögð í gangstétt að húsi.
 
Kaupendur greiða skipulagsgjald sem er 0,3% af endanlegu brunabótamati íbúðarinnar. Afhending er við kaupsamning.
 
Allar nánari upplýsingar í síma 894-2252 / 420-4050 og á netfangið: es@es.is
 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1.    Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% ef um er að ræða fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2.    Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3.    Lántökugjald lánastofnunar – mismunandi á milli lánastofnana. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4.    Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. kauptilboð.
 
 
 

Eignamiðlun Suðurnesja

Eignamiðlun Suðurnesja

Hafnargata 50, 230 Reykjanesbæ
phone
Eignamiðlun Suðurnesja

Eignamiðlun Suðurnesja

Hafnargata 50, 230 Reykjanesbæ
phone