Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Snorri Sigurfinnsson
Loftur Erlingsson
Halldóra Kristín Ágústsdóttir
Steindór Guðmundsson
Vista
einbýlishús

Faxastígur 15

900 Vestmannaeyjar

65.900.000 kr.

293.672 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2183233

Fasteignamat

44.850.000 kr.

Brunabótamat

75.850.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 1919
svg
224,4 m²
svg
7 herb.
svg
2 baðherb.
svg
5 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sérinngangur

Lýsing

Halldóra Kristín Ágústsdóttir löggiltur fasteignasali sími 8611105- dora@husfasteign.is og Hús fasteignasala kynna í einkasölu: Faxastíg 15  í Vestmannaeyjum sem er  fallegt  einbýlishús á góðum stað miðsvæðis í bænum.  Húsið er byggt úr timbri árið 1919 og er 224,4 fm2.  Þar af er útihús 45 fm2 sem var byggt árið 1920, þar væri möguleiki á að gera litla íbúð til útleigu.
Stétt er stimpluð, pallur,  góður gróinn og vel hirtur garður í suður. Stutt í miðbæinn og Barnaskólann. Glæsilegt útsýni! Húsið hefur verið mikið endurnýjað undanfarin ár en haldið hefur verið í gamla stílinn þar sem t.d upprunalegar gólffjalir sem hafa verið pússaðar fá að njóta sín. Einstök og falleg eign sem hefur fengið gott viðhald gegnum árin, aðeins tveir eigendur.

Endurbætur: Árið 2000 var húsið einangrað og klætt með lituðu áli.  Þakið var klætt með tjörupappa og áli.  Nýjir gluggar voru settir í austur og suður hlið.  Byggt var við eldhúsið og sólskála bætt við ofan á gamla vatnsbrunn. Veröndin á annari hæð byggð við og stétt steypt á jarðhæð með stimpilsteypu. Gerð var geymsla í gamla vatnsbrunninum. Allt rafmagn var endurnýjað árið 2002.   Húsið var allt málað í fyrra og gert við steypuskemmdir.
Árið 2015 var útihúsið einangrað og klætt að innan. Nýjir gluggar og hurðir. Nýtt rafmagn. Parket á gólf og gólfhiti . Lagnir fyrir vatn lagt inn í húsið og skólp að útvegg. 

BÓKIÐ SKOÐUN á netfangið dora@husfasteign.is eða í síma 8611105

Nánari lýsing: 
Aðalhæð: Gengið inn frá veröndinni
Inngangur: Timbur á gólfi, veggir klæddir með hvítum panil
Forstofa:  Flísar á gólfi, upprunalegur timburstigi með kókosteppi upp á efstu hæð
Gangur:  Timburfjalir á gólfi 
Eldhús: Timburfjalir á gólfi, snyrtileg eldri innrétting sem hefur verið máluð, búið er að byggja við eldhúsið og setja kósy sólskála, bæsað timbur á veggjum, útgengt á verönd
Stofa: Timburfjalir á gólfi, björt og rúmgóð, var áður 2 herbergi, panill á veggjum
Borðstofa/stofa/herbergi:  Timburfjalir á gólfi, panill á veggjum
Herbergi: Timburfjalir á gólfi

3. hæð - Góð lofthæð er í öllu risinu, rýmið nýtist vel
Herbergi: Timburfjalir á gólfi, 2 samliggjandi herbergi sem má skipta í svefnherbergi og fataherbergi.  Geysmla undir súð
Herbergi: Timburfjalir á gólfi, bjart og rúmgott
Herbergi: Timburfjalir á gólfi, minna herbergi, hægt að nýta sem ungbarnaherbergi/skrifstofu, geymsla undir súð
Gangur: timburflair á gólfi
Baðherbergi: Dúkur á gólfi, vaskur, innrétting, wc, sturta sem var sett upp 1999 með nýjum lögnum og forhitara.


Kjallari: Gengið inn úr garði
Forstofa: 
Flísar á gólfi, upprunalegur stigi upp á 2. hæð
Baðherbergi: Flísar á gólfi, flísar og parket á veggum, nuddbaðkar, opnanlegir gluggar, vaskur með innréttingu, upphengt wc, allt endurnýjað árið 2015
Herbergi: Parket á gólfi, skápur
þvottahús: Flísar á gólfi, mjög rúmgott, þrefaldir skápar, opnanlegur gluggi
Geymsla í gamla brunninum: Flísar á gólfi, góð geymsla með innbyggðum hillum og vinnubekk

Útihús: 
Húsið er 45 fm2 og var allt tekið í gegn árið 2015, það var einangrað og klætt að innan, nýjir gluggar og hurðir, rafmagn, lagnir og skólp endurnýjað, hiti í gólfi, nýtt parket. Hægt að nýta sem geymslu, frístundaherbergi eða sem litla íbúð til útleigu.



Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati. (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt 0.5 - 1.5 % af höfuðstól skuldabréfs, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kauptilboði.

Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Hús fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

HÚS fasteignasala

HÚS fasteignasala

Austurvegi 26, 800 Selfoss - Útibú: Strandvegi 43a, Vestmannaeyjum, Hlíðasmára 2 Kópavogi
HÚS fasteignasala

HÚS fasteignasala

Austurvegi 26, 800 Selfoss - Útibú: Strandvegi 43a, Vestmannaeyjum, Hlíðasmára 2 Kópavogi