Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Ásdís Ósk Valsdóttir
Guðbrandur Jónasson
Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir
Böðvar Reynisson
Sveinbjörn Rosén Guðlaugsson
Jóhanna K. Gustavsdóttir
Pétur Ísfeld Jónsson
Vista
svg

1044

svg

878  Skoðendur

svg

Skráð  13. mar. 2024

sumarhús

Klausturhólar A-gata 10

805 Selfoss

24.000.000 kr.

641.711 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2207775

Fasteignamat

16.500.000 kr.

Brunabótamat

20.150.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1990
svg
37,4 m²
svg
3 herb.
svg
1 baðherb.
svg
2 svefnh.
svg
Sérinngangur

Lýsing

HÚSASKJÓL KYNNIR:

Húsaskjól og Jóhanna Gustavsdóttir löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu: Sjarmerandi sumarbústað á góðum stað í landi Klausturhóla A-götu númer 10 í Grímsnes-og Grafningshreppi á 1 hektara eignarlóð norðan við Kerið. Tvö svefnherbergi eru í húsinu, geymsluloft ásamt geymsluskúr sem er með rafmagni og vel væri hægt að nýta sem gestahús. Einnig er köld geymsla og rúmgóð verönd umlykur húsið. Eignin er staðsett á sumarhúsasvæði sem er með lokað símahlið.

Húsið er skráð 37,4 fm að stærð og auk þess er geymsluskúr sem er ca 10 fm að stærð og er með rafmagni. Húsið skiptist í forstofu, tvö lítil svefnherbergi, baðherbergi með sturtu og tengi fyrir þvottavél, eldhús-og stofu sem er eitt opið rými og geymslulofti sem er yfir hluta hússins. Lítil köld útigeymsla.

Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Gustavsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 698-9470, netfang: johanna@husaskjol.is

SMELLTU HÉR TIL AÐ NÁLGAST UPPLÝSINGABÆKLING UM EIGNINA.

Nánari lýsing á eign:
Gólfefni er harð-og vínilparket.
Komið er inn í litla forstofu og á vinstri hönd eru 2 svefnherbergi og lítið baðherbergi með sturtu og hvítum skáp sem er með innbyggðum vaski og tengi fyrir þvottavél. Eldhús og stofa eru eitt opið rými og útgengt út á pall. Eldhúsinnréttingin er hvít með ágætu skápaplássi. Geymslurými er að hluta yfir húsinu. 10 fm sérstæður geymsluskúr er við húsið sem er með rafmagni og hægt væri að breyta því í gestahús. Einnig er köld lítil geymsla bakatil við húsið. Húsið er hitað með varmadælu og í herbergjunum eru rafmagnsofnar. 2000 lítra rotþró, Húsið er nýlega málað að utan og að hluta til að innan.

Viðhaldssaga:
2016 skipt um þak og kjöl hússins.
2017 Skipt um spónaplötur í gólfi í svefnálmu og harðparket sett á.
2019 geymsluskúr byggður.
2020 Rafmagn sett í geymsluskúr og vínilparket sett á stofu, baðherbergi og forstofu.
2021 skipt um varmadælu og einangrað undir gólf á húsi.

Hér er um að ræða sjarmerandi og vel viðhaldið sumarhús á 1 hektara eignarlóð sem býður upp á ýmsa möguleika. Einungis klukkutíma akstur frá höfuðborginni og stutt er á Selfoss þar sem öll verslun og þjónusta er við hendina. Stutt er til áhugaverðra staða eins og Skálholts, Þingvalla, Laugarvatns, Gullfoss og Geysis. Ýmiss afþreyingarþjónusta er í næsta nágrenni svo sem stangveiði, sund og golf auk fallegra gönguleiða. Leiðarlýsing: Tekinn er annar afleggjari til vinstri eftir að ekið er framhjá Kerinu.
Sumarhúsafélag er á svæðinu og er skylduaðild að því og heitir það Þristurinn.

Allar nánari upplýsingar og bókun skoðunar veitir Jóhanna Gustavsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 698-9470, netfang: johanna@husaskjol.is

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls


Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

Húsaskjól fasteignasala

Húsaskjól fasteignasala

Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
6. okt. 2022
11.550.000 kr.
20.000.000 kr.
37.4 m²
534.759 kr.
29. maí. 2015
7.790.000 kr.
6.500.000 kr.
37.4 m²
173.797 kr.
29. júl. 2009
5.740.000 kr.
6.500.000 kr.
37.4 m²
173.797 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Húsaskjól fasteignasala

Húsaskjól fasteignasala

Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur