Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sigurður Rúnar Samúelsson
Andri Sigurðsson
Þórey Ólafsdóttir
Sveinn Eyland
Ingibjörg Agnes Jónsdóttir
Guðrún Diljá Lúðvíksdóttir
Þórarinn Thorarensen
Monika Hjálmtýsdóttir
Júlíus Jóhannsson
Freyja Rúnarsdóttir
Jón Óskar Karlsson
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1945
svg
219,3 m²
svg
7 herb.
svg
1 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Sameiginl. inngangur

Lýsing

LANDMARK fasteignamiðlun og Þórey Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu fallega sérhæð með bílskúr í húsi sem hefur verið vel við haldið að Grenimel 35, 107 Reykjavík. Húsið var teiknað af Halldóri H. Jónssyni arkítekt árið 1945. 

Íbúðin er á einni hæð og er töluvert endurnýjuð. Aukin lofthæð er í allri íbúðinni og öll herbergi óvenjulega rúmgóð.

Eignin telur 172,3 fm íbúð auk 33,4 fm bílskúrs. Íbúðinni tilheyrir líka rúmgóð geymsla í kjallara bílskúrsins og er eignin  alls 219,3 fm samkvæmt HMS.
Íbúðin gæti verið laust til afhendingar fljótlega.

Skipulag telur forstofu, hol, eldhús, borðstofu, stofu, bókaherbergi, svefnherbergisgang, 4 svefnherbergi, svalir, baðherbergi, geymslu-kompu, þvottahús í kjallara, bílskúr og sér geymslu í kjallara bílskúrs. Pallur fyrir aftan bílskúrinn og stór sameiginlegur garður í góðri rækt.

Hér er um að ræða eina af vandaðri íbúðum Vesturbæjar Reykjavíkur, sjón er sögu ríkari. 


Smelltu hér fyrir söluyfirlit - Nánari upplýsingar um eign og bókun á skoðunartíma: Þórey Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, s. 663 2300 eða thorey@landmark.is.
 
Nánari lýsing: 
Forstof
a er flísalögð, stigahol með teppi. 
Hol er parketlagt, með góðum fataskáp, og þaðan er gengið inn í eldhús, stofu, bókaherbergi og svefnherbergisgang.
Eldhús er rúmgott og parketlagt. Mjög falleg upprunaleg innrétting úr birds eye viði á einum vegg, ljós IKEA innrétting á öðrum. Uppþvottavél, gas-helluborð og bakarofn. 
Borðstofa er rúmgóð, björt og parketlögð. Rennihurð með frönskum gluggum skilur hana frá stofunni. 
Stofa er parketlögð, stór og björt með glæsilegum glugga til suðurs og vesturs, og útsýni yfir garðinn. Gengið inn í stofu frá holi og borðstofu. 
Bókaherbergi er parketlagt og skilið frá stofu með rennihurð, en einnig er gengið inn í það frá holi. Innbyggðar bókahillur þekja einn vegg herbergisins. Bókaherbergið gæti vel nýst sem fimmta svefnherbergið.
Kompa inn af holi er lítil og dúkalögð. Þar er búið að leggja rafmagn fyrir þvottavél, og væri hægt að komast í vatn og niðurfall að sögn seljanda.
Svefnherbergisgangur er parketlagður, og þaðan er gengið inn í svefnherbergin og baðherbergið. Svefnherbergin eru sérstaklega rúmgóð.
Svefnherbergi 1 er parketlagt með fataskáp og stórum glugga til suðurs, frá svefnherbergi 1 er útgengi á vestur-svalir.
Svefnherbergi 2 er parketlagt með stórum glugga til suðurs.
Svefnherbergi 3 er parketlagt með stórum innbyggðum fataskáp og glugga til vesturs.
Svefnherbergi 4 er parketlagt með glugga til norðurs. Svefnherbergi 3 og 4 voru áður eitt herbergi og hægt að sameina aftur.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, með flísum frá Birgisson. Sturta, innbyggð blöndunartæki, handklæðaofn og upphengt klósett. Tekk-innrétting með hvítum vaski.
  
Þvottahús er í kjallara, og er sameiginlegt (notað af 2-3 íbúðum). 
Bílskúr er rúmgóður með hita og rafmagni. Undir bílskúrnum er geymsla.
Garður er stór og hefur fengið gott viðhald. Hann er umlukinn runnagróðri og reynitrjám og með þó nokkrum fjölærum plöntum. Í horni garðsins er trépallur umlukinn skjólgirðingu.

Eigninni hefur verið vel viðhaldið síðustu ár:
2023 - Neyslu- og ofnalagnir í húsi endurnýjaðar
2023 - Skipt um skólplagnir í húsi (og allt asbest fjarlægt)
2023 - steypuviðgerðir og málun á vegg um ruslageymslu
2023 - frárennslislögn út í götu lagfærð og henni afsalað til Veitna
2022 - Skjólveggur málaður
2022 - Skipt um grindverk
2017 - Baðherbergi endurnýjað að fullu
2016 - Steypuviðgerðir og endursteinun
2016 - Skipt um þakrennur
2016 - Skipt um þá glugga, pósta og gler sem þörfnuðust endurnýjunar í húsinu
2014 - Skipt um gler og glugga-pósta í vesturhluta íbúðar
2008 - Skipt um gler og glugga-pósta í austurhluta íbúðar
2003 - eða svo, parketlagt, skipt um hluta eldhúsinnréttingar
1998 - Dren lagt fyrir framan hús og skipt um allar skólplagnir í lóð

Allar frekari upplýsingar veiti ég í síma 663 2300 eða gegnum thorey@landmark.is en eins má finna umsagnir viðskiptavina minna á www.thorey.is
 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 79.000 m/vsk. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Panta FRÍTT söluverðmat

img
Þórey Ólafsdóttir
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
LANDMARK fasteignamiðlun
Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur
LANDMARK fasteignamiðlun

LANDMARK fasteignamiðlun

Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur
phone
img

Þórey Ólafsdóttir

Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
17. mar. 2016
63.600.000 kr.
47.663.000 kr.
219.3 m²
217.342 kr.
29. feb. 2008
35.850.000 kr.
62.500.000 kr.
219.3 m²
284.998 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
LANDMARK fasteignamiðlun

LANDMARK fasteignamiðlun

Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur
phone

Þórey Ólafsdóttir

Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur